Saga - 2002, Page 43
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
41
sem skírskotuðu til lesenda nútímans á almennum markaði. Einn-
ig var lögð áherzla á það, að koma félaginu á viðunandi rekstrar-
gnmdvöll, svo að félagsstarfið gæti farið fram á eðlilegan hátt
með reglulegum aðalfundum og endurskoðim reikninga, áfram-
haldandi rekstur á afgreiðslu, fjölgun félaga og breytingu laga;
útgáfusvið var víkkað með þeim orðum í 1. grein, að hlutverk
Sögufélags væri
að gefa út hvers konar rit um sagnfræði, einkum sögu íslands:
Heimildarit, fræðirit, yfirlits- og kennslubækur og tímaritið
Sögu.9
Þessi stefna var samþykkt á aðalfundi 7. apríl 1979. Þar var
einnig samþykkt, að þrír og/eða tveir stjórnarmenn hlytu kjör til
tveggja ára í senn í stað fimm ára kjörtímabils hvers stjómar-
manns, eins og verið hafði frá upphafi. Á sama fvmdi var greint frá
því, að félagatala væri komin á ellefta hundraðið. Þá var upphæð
sú, er félagið hafði á fjárlögum kr. 500 þúsund, en hækkaði á
næstu ámm upp í eina milljón (gamlar krónur); verðbólgan var á
fullu skriði.
Forseti félagsins sagði þá í beinu framhaldi eftir að hafa rætt um
fjármálin:
Það er staðreynd, að Sögufélag á sér langa og merka sögu sem
útgefandi fjölmargra stórmerkra sagnfræðilegra rita, og það er
auðvitað skylda okkar að halda þessu starfi áfram eins og okk-
ur er framast unnt, en til þess þurfum við að beita öllum þeim
nútímaaðferðum við bókaútgáfu, sem kostur er á og við getum
talið okkur sóma af. Það væri skarð fyrir skildi, ef starfsemi fé-
lagsins yrði að láta undan síga og hnekkir fyrir íslenska sagn-
fræði og sagnfræðinga. Við skulum í fyrstu atrennu stefna á það,
að félagatalan verði stóraukin og komist fljótt í a.m.k. 1.500
manns. Með slíkri þróun eygir Sögufélag einhverja von um full-
nægjandi starfsgrundvöll, en annars ekki.10
Svo fór næstu ár, fram á miðjan níunda áratuginn, að félagatalan
komst upp í 1.400-1.500 manns, og er það hámark þess, sem náðst
hefur á ferli félagsins, sbr. Sögu 1984, þar sem birt er félagatal (bls.
370-407). Hér var sýnileg eftirtekjan af heilladrjúgu starfi undan-
farinna ára, ekki sízt því að hafa eigin afgreiðslu með daglegum
9 „Lög Sögufélags", bls. 293.
10 Einar Laxness, „Aðalfundur Sögufélags 1979", bls. 291.