Saga - 2002, Page 44
42
EINAR LAXNESS
opnunartíma og framtakssömum starfsmanni. „Sú skuggatil-
vera", sem félagið „lifði áður í skjóli annars bókaforlags, gat eng-
an veginn gengið lengur", eins og.forseti sagði á aðalfundi 1981.11
Um áramót 1978-79 gaf Sögufélag út íslenska miðaldasögu eftir
Björn Þorsteinsson, sögu íslands frá upphafi byggðar til siða-
skipta. Þetta var að hluta ein gerð af þjóðveldissögunni, sem Bjöm
var einlægt að rannsaka og gera þar nýjar uppgötvanir. Hér lagði
hann fram aðrar áherzlur, með viðbót um sögu 14. og 15. aldar
til siðaskipta, þ. á m. „ensku aldarinnar", sem hann þekkti betur
en nokkur annar. Hafði fjölrit af sögunni verið notað í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Við í Sögufélagi hugðum gott til glóð-
arinnar að fá þetta rit, hugsanlega sem námsbók í framhaldsskól-
um, svo að búast mætti við talsverðri sölu, þar sem skortur var á
bókum til nota í kennslu þessa tímabils. Þótt Bjöm væri mikill
áhugamaður um útgáfu kennslubóka, vildi hann ekki kalla þetta
kennslubók, og hún var raunar full viðamikil til slíkra nota (387
bls.), eins og þá háttaði um sögukennslu. Þrátt fyrir það kom hún
að notum í skólum með úrfellingum og gerði því vel í blóðið sitt
strax. Bókin seldist upp á tiltölulega skömmum tíma, og var gefin
út í 2. útgáfu 1981 með nokkrum breytingum, einkum stytting-
um, sérstaklega til skólanota, og gerði áfram sitt gagn næstu árin,
þar til hana þraut. Hafði undirritaður forseti félagsins umsjón
með báðum þessum útgáfum í samvinnu við Bjöm, og reyndi þá
stundum á þolrifin, en báðir skildu sáttir, er upp var staðið!
Þegar litið er yfir farinn veg, tíu ára forsetastörf í Sögufélagi, og
hvers helzt er að minnast í útáfumálum kemur þetta fram í huga
mínum: Arið 1979 var mikið gróskuár í útgáfunni. Auk Sögu (þar
sem Jón Guðnason, dósent, hafði tekið sæti í ritstjórn í stað Einars
Laxness) og lslenskrar miðaldasögu, komu út Sýslu- og sóknalýsingar
Arnessýslu, sem upphaflega voru teknar saman að tillögu Jónasar
skálds Hallgrímssonar fyrir Hið íslenzka bókmenntafélag á árirn-
um 1839-43. Bókmenntafélagið hafði aldrei gefið neitt út af þess-
um sýslulýsingum, en þær höfðu sumar verið útgefnar á víð og
dreif, helzt af ýmsum átthagafélögum, allmargar vom þó eftir.
Svavar Sigmundsson, lektor, bjó þessa útgáfu til prentunar með
fjárstyrk frá sýslunefnd Árnessýslu og Árnesingafélaginu í
Reykjavík. Söguslóðir hét afmælisrit Ólafs Hanssonar, prófessors,
11 Einar Laxness, „Aðalfundur Sögufélags 1981", bls. 342.