Saga - 2002, Page 45
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
43
útgefið honum til heiðurs á sjötugsafmæli með ritsmíðum 25 höf-
unda, ritaskrá Ólafs og „tabula gratulatoria" með meira en eitt
þúsund nöfnum.
Þetta ár komu einnig út tvö „afmælisrit" af öðru tagi: Snorri.
Átta alda minning, gefið út í tilefni þess, að 800 ár voru talin frá
fæðingu sagnaritarans Snorra Sturlusonar. í ritinu voru ritgerðir
um hann eftir sex höfunda: Halldór Laxness, Gunnar Karlsson,
Helga Þorláksson, Óskar Halldórsson, Ólaf Halldórsson og Bjarna
Guðnason. Gunnar og Helgi sáu um útgáfuna. Hitt ritið nefndist
]ón Sigurðsson forseti 1811-1879, yfirlit um ævi og starf í máli og
myndum eftir Einar Laxness, gefið út í tilefni aldarártíðar Jóns for-
seta 7. desember 1979, og var eina ritið um hann, sem kom út á
þessari ártíð. Ritið var hugsað sem alþýðlegt yfirlitsrit og ætlað að
fylla upp í opið skarð á þessu sviði. Helzta nýjung og annar aðal-
kjarni bókarinnar var fjölbreytt myndaefni, sem skyldi bregða ljósi
á líf og starf Jóns forseta.
í tilefni útgáfunnar boðaði Sögufélag til fjölmenns blaðamanna-
fundar og fagnaðar á Hótel Borg 12. desember 1979, þar sem bæk-
ur félagsins voru kynntar. Þangað voru þeir tilkvaddir, sem stóðu
að útgáfu þeirra, svo og ýmsir góðir gestir og velunnarar félags-
ins. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjám, heiðraði félagið með nær-
veru sinni. Honum hafði áður verið fært eintak af bókinni um
Snorra sem heiðursformanni Snorranefndar. Óhætt var að segja,
að þessi kynning á Sögufélagi hafi verið skemmtilegur viðburður
°g tekizt hið bezta.
Á næstu árum stóð Sögufélag að útgáfu afmælisrita til heiðurs
sagnfræðingum og fræðimönnum, sem gert höfðu garðinn fræg-
an á sínu sviði. Þessi rit vom: Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurð-
ardóttur sjötugri, stofnanda Kvennasögusafns íslands, 1980, Vest-
ræna, rit til heiðurs Lúðvík Kristjánssyni, rithöfundi, sjötugum,
1981, Eldur er í norðri, rit til heiðurs dr. Sigurði Þórarinssyni, pró-
fessor, sjötugum, 1982, þar sem mörg fræðafélög stóðu að baki, og
Saga og kirkja, til heiðurs Magnúsi Má Lárussyni, prófessor, sjö-
tugum, 1988, og loks Ármannsbók, til heiðurs Ármanni Snævarr,
hæstaréttardómara, sjötugum, 1989. Þessi rit höfðu að geyma rit-
gerðir eftir fjölmarga fræðimenn, nema Vestræna, sem birti eldra
efni úr fórum Lúðvíks Kristjánssonar. Öll höfðu þau „tabula
gratulatoria", en þar með tryggðu áskrifendur fjárhagslegan
grundvöll ritanna.