Saga - 2002, Blaðsíða 46
44
EINAR LAXNESS
Fyrri ritraðir héldu áfram. Alþingisbækur íslands, 15. bindi yfir
árin 1766-80, í umsjón Gunnars Sveinssonar, kom út eftir margvís-
legar tafir í prentsmiðjum 1982, og 16. bindi yfir árin 1781-90 kom
1986. Þá var aðeins eitt bindi eftir, svo að herzlumun vantaði að
markinu eftir 75 ár. Á aðalfundi 1986 vék forseti að þeirri stað-
reynd, og sagði m.a.:
Þannig hefur þetta verið að mjakast áfram fram eftir allri öld-
inni; og þegar lokaáfangi er loks í augsýn, eru 5-6 fyrstu bindin
algerlega uppseld og nauðsyn talin að endurvinna þau að ein-
hverju leyti, ef gefa á þau út aftur; þannig að þetta gæti orðið
áframhaldandi vinna fram eftir 21. öldinni: arfur Sögufélags og
Alþingis til næstu kynslóðar!12
Safn til sögu Reykjavíkur hélt einnig áfram á níunda áratugnum
með tveimur bindum, frumsömdum af ungum og efnilegum
sagnfræðingum. Hið fyrra, 5. bindið í röðinni, var Ómagar og utan-
garðsfólk. Fátækramál Reykjavíkur 1786-1907 eftir Gísla Ágúst Gunn-
laugsson, cand. mag., 1982. Hið síðara, 6. bindi, Sveitin við sundin.
Búskapur í Reykjavík 1870-1950, eftir Þórunni Valdimarsdóttur,
cand. mag., kom út á 200 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst 1986. í
tilefni þess hélt Sögufélag blaðamannafund, þar sem borgarstjóra,
Davíð Oddssyni, var afhent eintak, um leið og heillaóskir voru
færðar vegna afmælis borgarinnar. Bækurnar voru styrktar af
Reykjavíkurborg og sú síðari einnig af Stéttarsambandi bænda.
Þess má geta, að báðir þessir höfundar áttu eftir að sitja í stjórn
Sögufélags, Þórunn Valdimarsdóttir í varastjórn 1989-91, og Gísli
Ágúst Gunnlaugsson í varastjóm 1991-92, í aðalstjórn 1992-95,
þar af ritari tvö fyrri árin; hann var jafnframt ritstjóri Sögu 1990-94
með Sigurði Ragnarssyni, sem hafði verið í ritstjóm allar götur frá
1981, er hann tók við af Bimi Teitssyni.
VIII
Nýr flokkur heimildarita hóf göngu sína 1983. Nefndist hann Safn
Sögufélags með undirtitli Þýdd rit síðari alda um ísland og íslendinga.
Fyrsta bindið, ísland. Ferðasagafrá 17. öld, var eftir Tékkann Daníel
Vetter. Þýðinguna gerðu hjónin Hallfreður Örn Eiríksson og Olga
María Franzdóttir, en Helgi Þorláksson sá um útgáfuna.
12 Einar Laxness, „Aðalfundur Sögufélags 1986", bls. 359.