Saga - 2002, Page 47
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
45
Anrtað bindið kom út 1985, hið fræga rit Arngríms lærða,
Cn/mogæa (ísland), fyrsta samfellda íslandssagan frá síðari öldum,
rituð á latínu, þýdd af dr. Jakob Benediktssyni, og valdir þeir kafl-
ar/ sem honum sýndist, að væri sérstaklega vert, að kæmu fyrir
sjónir íslenzkra lesenda. „Má Sögufélag fagna því happi, að fróð-
asti maður á þessu sviði skuli hafa fengizt til að vinna að útgáf-
unni", sagði forseti á aðalfundi, er bókin kom út. Jafnframt komst
hann svo að orði, að það sætti tíðindum, „þegar íslendingar fá í
hendur rit um sögu sína, sem fram að þessu hefur verið þeim að
miklu leyti lokuð bók". Þýðingarsjóður veitti styrk til útgáfunnar.
Með tilkomu Þjóðhátíðarsjóðs tókst að fá fjármagn á árunum
1981-82 til að slá botni í hina áratuga gömlu heimildaútgáfu af
Landsyfirréttar- og hæstaréttardómum í íslenzkum málum 1802-1873.
Armann Snævarr, hæstaréttardómari, hafði unnið að samantekt
h'uggja síðustu bindanna, og var nú tilbúinn að ganga frá útgáf-
unni. Þannig komu 10. og 11. bindi út 1984 og 1986; tóku þau yfir
tímabilið 1868 til 1874, þegar farið var að gefa út dómana jafnóð-
um. Á aðalfundi 1982, er útgáfan var til umræðu, komst forseti
svo að orði:
Eðlilegast hefði verið, að opinberir aðilar hefðu fyrir löngu séð
um að gefa út og kosta þessar dómabækur hins æðsta dómstóls
landsmanna, en úr því svo hefur skipazt á sínum tíma, að fjár-
vana félag áhugamanna hefði forgöngu um þessa útgáfu, verð-
ur Sögufélag að reyna að ljúka henni með einhverjum ráðum.13
h4eð þessum hætti var verkefni, sem hófst 1916, lokið, ekki vonum
fyrr, en þolinmæði aðstandenda allra aðdáunarverð! Með tilvísun
hl þessara gömlu heimildaútgáfu Sögufélags, bæði Alþingisbóka
og Landsyfirréttardóma, svo og útgáfu annarra sögulegra gagna
fortíðarinnar, vék forseti félagsins lauslega að því, hvernig huga
ætti að þeim málum í framtíðinni, því að
sannleikurinn er sá, að útgáfa beinna heimildagagna frá liðnum
öldum er talsvert vandamál, sem vert er fyrir sagnfræðinga og
aðra fræðimenn að gefa gaum að, hvernig leysa megi. Þessar
heimildir þurfa að vera tiltækar þeim, sem áhuga hafa á að
kynna sér, en hins vegar vandséð, að þær þurfi endilega að vera
í þeim dýra búningi, prentaðar og innbundnar, sem bækur nú
eru almennt í. Kæmi ekki eitthvert annað form til greina, sem
13 Einar Laxness, „Aðalfundur Sögufélags 1982", bls. 332.