Saga - 2002, Síða 48
46
EINAR LAXNESS
ekki krefðist þess óhemjufjármagns, sem bókaútgáfa útheimtir?
Við vitum öll, að heimildaútgáfa, - beinar uppskriftir úr fornum
heimildum, - er sjaldnast eða aldrei söluvara. Og þá kemur
alltaf spumingin: Hvar skal fá fjármagnið?14
Sögufélag gaf einnig út á þessu tímabili ritið Bæirnir byggjast. Yfir-
lit yfir þróun skipulagsmála á íslandi til ársins 1938, tekið saman af
Páli Líndal, borgarlögmanni, í tilefni af 60 ára afmæli skipulags-
laganna frá 1921. Var það í samvinnu við Skipulagsstjóra ríkisins,
og kom út 1982. Sama ár gaf félagið út bókina Oddurfrá Rósuhúsi
eftir aldinn fræðimann, sr. Gunnar Benediktsson. I þessari fróð-
legu og vel rituðu bók er gerð grein fyrir sr. Oddi V. Gíslasyni og við-
burðaríkum lífsferli hans vestan hafs og austan, en hérlendis var
hann ötull forgöngumaður í slysavamarmálum. Einar Laxness bjó
ritið undir prentun, en höfundur féll frá árið áður en það kom út.
Þess var freistað á þessum árum að halda áfram útgáfu skjala
Landsnefndar, sem byrjað var á með tveimur bindum 1958-61, en
þrátt fyrir styrk úr Vísindasjóði tókst ekki að koma þessu á þann
rekspöl, sem dygði. Þó vann Már Jónsson, cand. mag., að upp-
skriftum skjala í 3. bindi um skeið. Einnig var reynt að koma á-
leiðis Sýslu- og sóknalýsingum Vestur-Skaftafellssýslu, en þrátt fyrir,
að uppskrift handrits lægi fyrir frá gömlum tíma og nokkur styrk-
ur fengist úr héraði, mátti verkið bíða um sinn.
Á stjórnarfundum var stundum rætt um útgáfu handhægrar
íslandssögu, yfirlitsrits í einu til tveimur bindum. Eftir að út kom
bók af þessu tagi eftir Björn Þorsteinsson, í einu bindi (312 bls.) á
dönsku 1985, komu fram hugmyndir um að láta þýða hana (Island
í ritröðinni Politikens Danmarks Historie). Fljótlega urðu stjórnar-
menn þó ásáttir um það að taka tilboði Björns tim nýja og fyllri
eins bindis útgáfu, óháð hinni dönsku, þar sem Bjöm ritaði sög-
una til heimastjórnar 1904, en Bergsteinn Jónsson frá þeim tíma til
nútímans. Var það samþykkt á stjórnarfundi 20. marz 1986, - á af-
mælisdegi höfundar, - og tókust samningar við hann um sumarið.
Ekki var seinna vænna, því að heilsa Bjöms hékk á bláþræði; hann
lézt sama haust.
Forseti mælti svo á aðalfundi 1986:
Er það vissulega ekki vonum fyrr, að saga íslands sé gefin út á
skandinavísku máli, og þakkarvert, að Danir skuli hafa fengið
14 Einar Laxness, „Aðalfundur Sögufélags 1982", bls. 335.