Saga - 2002, Page 49
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
47
áhuga á að gefa út sögu þessarar gömlu nýlendu sinnar og sam-
bandslands. Það er svo aftur hlálegt, að um leið og þessi útgáfa
sér dagsins ljós, skulum við íslendingar minntir á það, að við
sjálfir eigum enga aðgengilega bók í nútímabúningi um sögu
þjóðarinnar frá upphafi til okkar tíma - bók, sem almennur les-
andi getur gengið að, hvort sem er til eigin nota, eða til gjafa við
viðeigandi tækifæri.15
A þessu vildi Sögufélag sem sagt ráða bót. Því var senn hafizt
handa, og eftir að málin voru komin á skrið, gat forseti boðað tíð-
iudi um væntanlegt rit á aðalfundi 1988:
íslandssaga frá upphafi byggðar til nútíma, í einu bindi, um 450
bls., ríkulega myndskreytt, og gerð þannig úr garði, að hún geti
orðið almenningseign, - bók, kjörin til tækifærisgjafa og ómiss-
andi gripur í bókasafni hvers heimilis. Aðalhöfimdur er dr.
Bjöm Þorsteinsson, - hans síðasta verk, - en meðhöfundur að tíma-
bilinu 1904-74 er Bergsteinn Jónsson, ritstjóri er Helgi Skúli Kjart-
ansson; af hálfu Sögufélags hafa Anna Agnarsdóttir og Magnús
Þorkelsson tekið að sér að vera í ritnefnd, en myndaritstjórar eru
Auður Magnúsdóttir og Hrefna Róbertsdóttir. Allt kapp verður
lagt á það að gera þessa bók sem vandaðasta og eigulegasta.16
Þrjú ár áttu enn eftir að líða, áður en draumurinn um íslandssög-
una rættist, enda átti málshátturinn við, að vel skal vanda það,
sem lengi á að standa!
Á árinu 1986 voru að mótast hugmyndir um að auka fjölbreytni
1 útgáfu Sögu, með þeim hætti að gefa út tvö hefti árlega; kæmi hin
hefðbundna Saga út að hausti í sama formi og áður, en annað hefti
að vori, í nýju broti og öðrum búningi. Hafði Helgi Þorláksson,
sem tekið hafði við ritstjóm Sögu 1984, ásamt Sigurði Ragnarssyni,
forystu fyrir þessari breytingu í samráði við ýmsa áhugamenn úr
hópi ungra sagnfræðinga, sem sumir höfðu áður látið til sín taka í
ritstjórn Sagna, tímarits sagnfræðinema. Tók félagsstjóm þessum
hugmyndum vel, og vildi þannig reyna að svara kröfum tímans.
I Sögu 1986 lýsti ritstjórn fyrirhugaðri útgáfu, þar sem m.a. sagði,
að reynt yrði
að hafa efnið sem aðgengilegast með frísklegri uppsetningu.
Greinamar yrðu að jafnaði styttri en þær sem birtast í Sögu,
15 Einar Laxness, „Aðalfundur Sögufélags 1986", bls. 359.
16 Einar Laxness, „Aðalfundur Sögufélags 1988", bls. 289.