Saga - 2002, Side 50
48
EINAR LAXNESS
venjulega 5-10 síður, og höfundum yrði uppálagt að hafa stíl
sinn sem léttastan og liprastan. Fyrirhugaðir eru nokkrir fastir
liðir og má nefna að áhersla verður lögð á að fá fram skoðana-
skipti, valinkunnir menn lýsa viðhorfum sínum til sögu og
sagnfræði, minnst verður tímamóta eftir því sem við á, birt við-
töl og bréf sem kurma að berast frá lesendum. Lengd hvers heft-
is verður um 100 síður. í ritnefnd eru tíu ungir sagnfræðingar.17
Þetta gekk eftir. Fyrsta hefti Nýrrar sögu, sem ritið var kallað, kom
út vorið 1987 í þeim búningi, sem gert var ráð fyrir, undir níu
manna ritstjórn, en ábyrgðarmaður var Eggert Þór Bernharðsson,
B.A. Ný saga bar að ýmsu leyti með sér ferskan blæ og víkkaði
völlinn, sem sagnfræðingar og fræðimenn gátu haslað sér. Því
miður hefur útbreiðsla þess ekki orðið slík, að veruleg lyftistöng
hafi orðið félaginu með tilliti til fjölgimar félagsmanna, og sala á
almennum markaði hefur ekki orðið umtalsverð. En söm er gerð-
in hjá hinu unga fólki, sem lagt hefur ritinu lið á undanförnum
árum og sannarlega þakkarvert framlag til íslenzkrar sagnfræði.
Snemma á ferli þeirrar stjórnar Sögufélags, sem tók við 1978,
gerðist félagið umboðsaðili fyrir Hið íslenzka fræðafélag í Kaup-
mannahöfn, sem starfað hafði þar í borg frá árinu 1912, og kom að
nokkru leyti í stað Kaupmannahafnardeildar Hins íslenzka bók-
menntafélags, sem þá hætti starfsemi. Sumarið 1979 áttu fulltrúar
Sögufélags viðræður við þáverandi stjómarmeðlimi Fræðafélags-
ins, er þeir voru staddir hér á landi, forseta þess Jón Helgason,
prófessor, Pétur M. Jónasson, próíessor, og Svavar Sigmundsson,
lektor. Var mikils um vert fyrir félögin að geta stutt hvort annað í
sambandi við þá stórhuga framkvæmd, sem Fræðafélagið stóð
fyrir á næstu árum. Það var ný, ljósprentuð útgáfa á Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalín í ellefu bindum frá 1980, einnig Bréf
Bjarna Thorarensen í útgáfu Jóns Helgasonar, 1986, og Mývatnsbók
Péturs M. Jónassonar, 1983. Síðar bættust við þrjú bindi með gögn-
um, sem varða jarðabókina, í umsjá Gunnars F. Guðmundssonar.
Eg hygg, að samvinna þessara gömlu fræðafélaga hafi orðið þeim
báðum til framdráttar og ánægjuleg samvinnan við forstöðumenn
Fræðafélagsins, fyrst Jón Helgason á hans síðustu dögum og síð-
an Pétur M. Jónasson.
Arið 1982 varð að ráði, að Sögufélag tæki upp sérstakt merki,
sem m.a. skyldi prýða útgáfuritin. Hér var um að ræða hugmynd,
17 „Fréttir", bls. 355.