Saga - 2002, Side 51
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
49
sótta til hins foma skjaldarmerkis íslands, upphaflega í handriti
frá því um 1360, að því Jón Þorkelsson hefur talið, þ.e. flattur
þorskur á skildi. Guðbrandur biskup Þorláksson hafði látið prenta
mynd af flöttum þorski, krýndum, á Hólaprent á sinni tíð. Hið
nýja merki hafði nafn Sögufélags fyrir ofan skjöldinn, en stofnár-
ið 1902 fyrir neðan. Auglýsingastofa SGS sá um teiknivinnu. Þetta
merki hefur síðan verið notað á bækur félagsins og annað prent.
IX
Á aðalfundi Sögufélags 30. apríl 1988 urðu umskipti í stjóm fé-
lagsins. Forseti síðustu tíu ára, Einar Laxness, baðst undan endur-
kosningu í stjóm. Hann hafði þá nýverið tekið við forstöðu annars
útgáfufyrirtækis - Bókaútgáfu Menningarsjóðs - og þótti þá við
hæfi að hætta í Sögufélagi, auk þess taldi hann nauðsynlegt, eftir
áratug, „að nýtt fólk, yngra og ferskara, taki við undir forystu nýs
forseta", eins og hann komst að orði. Auk hans gáfu ekki kost á sér
áfram þau Sigríður Th. Erlendsdóttir, ritari félagsins frá 1984, og
Ólafur Egilsson, sendiherra, sem sat í stjórn frá 1982. í sæti frá-
farandi forseta var kjörinn Helgi Skúli Kjartansson, sem áður
hafði verið í varastjóm, og í stað hinna voru kjömir Bjöm Bjama-
son, ritstjóri og síðar ráðherra, og Loftur Guttormsson, dósent. í
varastjórn voru kjörin Már Jónsson og Ragnheiður Mósesdóttir,
B.A., en Halldór Ólafsson, útibússtjóri, hvarf úr varastjóm.
Á stjórnarfundi Sögufélags 10. maí 1988 var Heimir Þorleifsson
kjörinn forseti, en hann hafði verið gjaldkeri frá 1982; nú tók
Loftur Guttormsson við því starfi. Anna Agnarsdóttir, Ph.D., varð
ritari, en hún hafði setið í aðalstjórn frá 1984 (varastjórn frá 1982).
Anna er sonardóttir Klemensar Jónssonar, landritara, sem í aldar-
fjórðung var gjaldkeri félagsins, - önnur konan, sem tók sæti í stjóm.
Fyrstu verkefni hinnar nýju stjórnar voru að koma út Sögu og
Nýrri sögu. Ritstjórar þeirrar fyrmefndu voru Sigurður Ragnarsson
og Sölvi Sveinsson, cand. mag., en sá síðamefndi tók við af Helga
Þorlákssyni 1987. Sölvi var í þrjú ár, en 1990 tók Gísli Ágúst Gunn-
laugsson við til 1994. Valgeir J. Emilsson, prentmeistari í Repró,
hefur undanfarin ár haft umsjón með prentun tímarita Sögufélags,
Sögu frá 1987 og Nýrrar sögu frá árinu 1995. Hann hefur annazt
hönnun þeirra og búið þau undir prentun, sem lengstum þennan
tíma hefur farið fram í Prentsmiðjunni Rún og Prenthúsinu.
4-SAGA