Saga - 2002, Side 52
50
EINAR LAXNESS
í ritstjóm Nýrrar sögu hafa ýmsir verið frá og með 2. hefti: Egg-
ert Þór Bernharðsson (1988), Ragnheiður Mósesdóttir (1988-89),
Már Jónsson (1989), Gunnar Þór Bjamason (1990-91), Eiríkur K.
Bjömsson (1991), Aðalsteinn Davíðsson, Bjami Guðmarsson, Guð-
mundur J. Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir (1993). Frá
1995 hafa ritstjórar hinnar hefðbundnu Sögu einnig séð um rit-
stjórn Nýrrar sögu, og urðu þá fimm talsins, en fækkaði síðar.
Þeir eru: Anna Agnarsdóttir (1995-96), Guðmrmdur J. Guðmunds-
son (frá 1995), Guðmundur Jónsson (frá 1995), Ragnheiður Mós-
esdóttir (1995), Sigurður Ragnarsson (1995-2001), Már Jónsson
(1997-98) og Hrefna Róbertsdóttir (frá 2001).
Hér var um einvalalið að ræða til ritstjómarstarfa, og bar útgá’f-
an vott um mikla grósku á þessum vettvangi sögunnar. Eldri Saga
var komin í nútímahorf að öllum ytri búningi, þótt brotið væri hið
sama; hxin var fjölbreytt að efni, vandaðar, fræðilegar greinar og
oft ókjör ritdóma um nýjustu bækumar, en slíkt efni virðist falla
lesendum vel í geð. Sama má að mörgu leyti segja um Nýja sögu,
að hún var í þeim búningi, sem taldist léttari og meira fyrir aug-
að, og því aðgengilegri fyrir almennan lesanda. En þrátt fyrir það
virtist félagsmönnum ekki fjölga, þvert á móti, tvísýnt var stund-
um um framhaldið af ýmsum orsökum, og útgáfan féll niður 1993
og 1995. Þegar 1989 benti forseti félagsins á þá staðreynd, að út-
breiðsla Nýrrar sögu og þar með félagatalan hefði lítið aukizt.
Hann sagði m.a.
Lausasala á Nýrri sögu hefur verið sáralítil, og aðeins örfáir tug-
ir manna hafa gengið í félagið eða sýnt áhuga á því vegna Nýrr-
ar sögu. Svo eru líka til þeir félagsmenn, sem alls ekki hafa vilj-
að Nýja sögu og telja, að félagið eigi ekki að vera með útgáfu á
tímariti af þessu tagi.18
I Sögu 1994 fjalla ritstjórar lítillega um tilvistarvanda tímarits af
þessu tagi og benda á, að framboð „á íslenskum tímaritamarkaði
hefur aukist til mikilla muna á undanfömum árum og hefur Saga
ekki farið varhluta af vaxandi samkeppni." Jafnframt segja þeir,
að þrátt fyrir fækkun áskrifenda á s. 1. tíu árum séu
þeir í dag nánast jafn margir og sambærilegs tímarits í Svíþjóð,
Historisk tidskrift. Þar í landi vekur þetta athygli og er haft til
marks um lifandi áhuga íslendinga á sögu sinni.19
18 Heimir Þorleifsson, „Aðalfundur Sögufélags 1989", bls. 256.
19 „Formáli", Saga XXXII (1994), bls. 9.