Saga - 2002, Page 54
52
EINAR LAXNESS
Anna Agnarsdóttir, Guðmundur Jónsson, framan af, en síðar kom
í hans stað Magnús Þorkelsson, og Gunnar F. Guðmundsson.
Hrefna Róbertsdóttir valdi myndir í bókina, sem prentuð var í
Prentsmiðjunni Odda.
Forseti Sögufélags, Heimir Þorleifsson, gerði grein fyrir útgáf-
unni á aðalfundi 28. maí 1991. Hann sagði m.a.:
Nú hefur íslandssaga til okkar daga, eða íslandssaga Sögufélags í
einu bindi, eins og hún hefur oft verið nefnd, verið í sölu í rúm-
lega tvo mánuði og gengið frábærlega vel. Það hefur greinilega
verið rétt mat hjá stjóm Sögufélags 1986, að þörf væri fyrir bók
af þessu tagi. Það getur líka vel verið, að útgáfutíminn hafi,
þegar öllu er á botninn hvolft, verið heppilegur. Fáar eða engar
aðrar nýjar bækur voru á markaði, auglýsingar voru látnar
dynja yfir rétt fyrir og um páska, þegar margir voru við skjáinn,
þjóðfrægur leikari í auglýsingu þótti mjög sannfærandi í gervi
fræðimanns, þó að hann væri með skeggið af Pétri Gaut, og
síðast en ekki síst, það dró að kosningum og þá hugsar fólk
kannski fremur en venjulega um söguna sína og eyðir pening-
um í von um að einhver kosningaloforð um bættan hag rætist.20
Hér má við bæta, að lagt var mikið upp úr því, að kynning á rit-
inu og auglýsingar yrðu með öðrum hætti en áður hafði verið.
Sögufélag samdi því við ákveðið fyrirtæki, Arnarson og Hjörvar,
um dreifingu íslandssögunnar til annarra en félagsmanna, svo og
auglýsingar, og fór það flest að vonum. Þegar upp var staðið, var
komin fram bók um sögu þjóðarinnar í þeim búningi, sem hæfði
vel hinum almenna markaði, var til sóma og hags fyrir Sögufélag,
og reisti hinum ágæta forystumanni félagsins og íslenzkrar sagn-
fræði, Bimi Þorsteinssyni, verðskuldaðan minnisvarða.
Hinn síðari merkisdagur ársins 1991 fyrir Sögufélag var 4. apríl,
þegar út kom 17. og síðasta bindi Alþingisbóka íslands, sem tóku
yfir árin 1791-1800. Þar með var bundinn endir á útgáfu, sem
staðið hafði í 90 ár, frá árinu 1912, og margur maðurinn hafði kom-
ið nærri og orðið gráhærður yfir! Síðasti umsjónarmaðurinn,
Gunnar Sveinsson, hafði lokið sínu verki með þeim vinnubrögð-
um, að ekki þurfti yfir að kvarta; glöggskyggni hans, nákvæmni
og þolinmæði voru trygging fyrir traustri heimildaútgáfu. í aldar-
fjórðung hafði hann verið viðloða þetta verk.
Blaðamannafundur var haldinn á útgáfudegi í Alþingishúsinu
20 Heimir Þorleifsson, „Aðalfundur Sögufélags 1991", bls. 292.