Saga - 2002, Side 56
54
EINAR LAXNESS
var að flytja inn 14. desember 1991 og opna bókaafgreiðslu og
fundaraðstöðu. Formlegur samningur var gerður við borgina 8.
maí 1992, „og var Sögufélag því frá þeim degi formlegur fasteign-
areigandi", sagði forseti á aðalfundi 26. september 1992. Þakkaði
hann Húsfriðunarsjóði fyrir 400 þús kr. styrk til endurbóta, en
kostnaður við þær var orðinn á þriðju milljón. Þessar athafnir
sýndu þær breytingar, sem orðið höfðu á stöðu Sögufélags, nú
fólust skuldir í húseign í stað bóka. Félagið hafði eignazt varan-
lega samastað, en það hlaut að koma niður á bókaútgáfunni að
einhverju leyti, a.m.k. fyrst í stað. Hvaða þýðingu þetta hefði fyrir
félagið, þegar til lengri tíma væri litið, mundi bara „koma í ljós",
eins og haft er oft að orði í nútímamáli!
Á 90 ára afmæli Sögufélags, 7. marz 1992, var félagsmönnum
boðið til kaffidrykkju og sýnd húseignin, og komu þangað hátt í
hundrað manns. Um leið var þeim afhent sem gjöf frá félaginu
ljósprentun af því eintaki Þjóðólfs frá 1850, sem kallað var Hljóðólf-
ur og prentað var í Kaupmannahöfn, vegna banns á útkomu Þjóð-
ólfs hérlendis. í sambandi við þetta komst forseti svo að orði:
Þá var hugmyndin með útgáfu Hljóðólfs að minna menn á þá
ætlan Sögufélags að láta endurútgefa Þjóðólf frá árabilinu 1848-
1874, en þeirri hugmynd var fyrst hreyft á aðalfundi fyrir þrem-
ur árum, og verður hún athuguð síðar, ef fjárhagur leyfir.21
Því miður hefur fjárhagur ekki leyft það að gera að veruleika
þessa snjöllu hugmynd frá aðalfimdinum 1989, - en koma tímar,
koma ráð!
Á aðalfundi 1991 sagði forseti, að hann teldi „brýnt að koma
betri skipan á ýmis innri mál félagsins og er þar erfiðast viðfangs
sá mikli og þungi bókalager, sem félagið ýmist á sjálft eða hefur
með að gera." Búið væri að rýma allan lager á Korpúlfsstöðum, og
fyrir velvilja þjóðskjalavarðar hefði bókum verið komið í geymslu
til bráðabirgða í gömlu Mjólkurstöðinni, þar sem safnið er til húsa.
Enn fremur þyrfti að rýma dýrt leiguhúsnæði hjá Stálsmiðjunni
við Mýrargötu. Þá þyrfti að skrá bókalagerinn á tölvu, sem svo
aftur kallaði „á tölvukaup og kannski ýmsa nýja starfshætti við af-
greiðsluna.22 Þó fór svo, að áður en af flutningi yrði úr Mýrargötu,
varð þar eldur laus, og Sögufélag varð fyrir allmiklu tjóni.
21 Heimir Þorleifsson, „Aðalfundur Sögufélags 1992", bls. 378.
22 Heimir Þorleifsson, „Aðalfimdur Sögufélags 1991", bls. 295.