Saga - 2002, Qupperneq 57
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
55
Á árinu 1989 fól stjórn félagsins tveimur stjórnarmönnum,
gjaldkera, Lofti Guttormssyni og Sveinbimi Rafnssyni, prófessor,
ritara 1989-92, ásamt Ólafi Ásgeirssyni, þjóðskjalaverði, „að meta,
hvar bera skyldi niður, ef Sögufélag tæki til við nýja útgáfu heim-
ilda, eftir að lokið væri útgáfu Alþingisbókanna." Niðurstaða
þeirra var sú að æskja skyldi styrks Alþingis til: 1) útgáfu dóma-
safns Yfirréttarins á Alþingi 1593-1800, 2) endurútgáfu fimm
fyrstu binda Alþingisbóka, 3) útgáfu margvíslegs viðbótarefnis
við Alþingisbækur, 4) útgáfu skrár um geminga og samþykktir
Alþingis hins foma, þ.e. fyrir skráningu bókanna 1570.23
Hreyfing varð um þessar mundir á einum flokki útgáfuritanna,
svonefndu Safni Sögufélags. Þýddum ritum síðari alda um ísland og ís-
iendinga. Þriðja bindið, íslandslýsing eftir Hans Peder Resen frá 17.
öld, kom út undir árslok 1991 í útgáfu dr. Jakobs Benediktssonar,
sem þýddi ritið úr latínu og samdi inngang og skýringar. Honum
til aðstoðar var Gunnar F. Guðmimdsson, cand. mag. Ennfremur
kom út í þessari ritröð 1993 þýðing Árna Þorvaldssonar, mennta-
skólakennara, á riti Arngríms lærða, Brevis Commentarius de Is-
landia, Stutt greinargerð um ísland, sem upphaflega kom út á latínu
í Kaupmannahöfn 1593. Þetta er bráðabirgðaútgáfa, prentuð sem
handrit, og hafði Þorleifur Jónsson, bókavörður, endurskoðað þýð-
inguna, en auk hans sá Svavar Sigmundsson um útgáfuna, sem
hlaut styrk úr Þjóðhátíðarsjóði. Gert er ráð fyrir, að ritið komi
síðar út með skýringum. Komst forseti svo að orði á aðalfurtdi
1994, er hann sagði frá þessari íburðarlausu bráðbirgðaútgáfu:
//Taldist hún vera með kreppueinkennum eins og fleira í þjóðfé-
laginu."!
Samvinna Sögufélags við Alþingi hélt áfram á þessum árum
hins tíunda tugs aldarinnar. Það kom nefnilega í ljós, að þessi
stofnun og fleiri höfðu ýmis járn í eldinum, að því er bókasamn-
ingu varðaði. Þar sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs hafði verið
lögð fyrir róða 1992, þurfti einhvern útgáfuaðila til dreifingar og
afgreiðslu. Því var leitað til Sögufélags í þessu skyni með útgáfu-
rit Þjóðvinafélagsins, tímaritið Andvara og Almanak. Og þar sem
Alþingi hafði ráðið dr. Aðalgeir Kristjánsson til að semja rit í til-
efni 150 ára afmæli endurreisnar þess 8. marz 1843 og Þjóðfundar-
ins 1851, þótti við hæfi að fá Sögufélag sem útgefanda, þótt Al-
23 Heimir Þorleifsson, „Aðalfundur Sögufélags 1990", bls. 276.