Saga - 2002, Side 59
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
57
Hann var „mikilhæfur fræðimaður og einstakur mannkostamað-
ur ... og fyrirliði félagssögurarmsókna í íslenskri sagnfræði", eins
og Loftur Guttormsson komst að orði í minningargrein.26 Ég
minnist samstarfs við Gísla Ágúst, er ég var prófdómari hjá hon-
um við munnleg próf í sögu í Háskólanum. Betri og ljúfari sam-
starfsmann var ekki hægt að hugsa sér.
í minningu Gísla Ágústs Gunnlaugssonar gáfu Sögufélag og
Sagnfræðistofnun Háskóla íslands 1997 út rit eftir hann, Saga og
samfélag. Þættir úr félagssögu 19. og 20. aldar. Þar voru birtar fjöl-
margar ritgerðir hans um fyrrgreint efni, og höfðu sumar þeirra
ekki birzt áður á prenti og aðrar aðeins í erlendum tímaritum.
Við aldarlok og upphaf nýrrar sáu dagsins ljós tvö heimildarit í
ritröðinni Sýslu og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-
1873 (1874). Hið fyrra var Skaftafellssýsla, sem lengi hafði verið á
döfinni, en gömul uppskrift vestursýslunnar frá miðri öldinni lá
fyrir, gerð af Guðrúnu Þorvarðardóttur, stud. mag. Síðan bættist
við lýsing Austur-Skaftafellssýslu, sem unnin var á vegum hér-
aðsmanna þar, í uppskrift Sjafnar Kristjánsdóttur, handritavarðar.
Ráðlegt þótti að sjálfsögðu að tengja saman sýslumar í einu bindi.
Jón Aðalsteirm Jónsson, fyrrverandi orðabókarritstjóri, og Svavar
Sigmundsson, forstöðumaður Örnefnastofnunar, sáu að öðru leyti
um útgáfrma með aðstoð Ragnheiðar Mósesdóttur, cand. mag.
Ritið, sem kom út síðla árs 1997, var styrkt af aðilum, bæði í
vestur- og austursýslu, svo og Menningarsjóði og Þjóðhátíðarsjóði.
Hið síðara rit í þessari röð voru Sýslu- og sóknalýsingar Hins ís-
lenska bókmenntafélags. Múlasýslur 1839-74. Austfirðingar höfðu
fyrir allmörgum árum fengið Grím Helgason, forstöðumann
handritadeildar Landsbókasafns, og Sigurð Ó. Pálsson, héraðs-
skjalavörð, til að rita upp handrit að lýsingum Múlasýslna. Óskað
var eftir samvinnu við Sögufélag 1991, og 1995 voru þeir Finnur
N. Karlsson á Egilsstöðum, Páll Pálsson á Aðalbóli og Indriði
Gíslason, prófessor, fengnir til að sjá um útgáfuna. Ömefnastofn-
un gerðist einnig útgáfuaðili með Sögufélagi, og Svavar Sig-
mundsson, forstöðumaður hennar, einn af stjórnarmönnum fé-
lagsins, hafði umsjón af hálfu þess. Ritið, sem er 639 bls. að stærð,
kom út snemma árs 2001, styrkt af aðilum eystra og Menningar-
26 Loftur Guttormsson, „Gísli Ágúst Gunnlaugsson. 6. júrú 1953 - 3. febrúar 1996",
bls. 21 og 26.