Saga - 2002, Síða 60
58
EINAR LAXNESS
sjóði. Er þá aðeins eftir óútkomið af þessari ritröð Mýra- og Borg-
arfjarðasýsla, Dalasýsla og Gullbringu- og Kjósarsýsla að hluta til.
Lýsing Dalasýslu mun þegar vera til í handriti dr. Einars Gunnars
Péturssonar, og hafa verið lögð drög að útgáfu, áður en á löngu
líður, svo fremi fjárhagur leyfi. Á aðalfundi árið 2000 sagði forseti:
Ef tekst að ljúka útgáfu sýslu- og sóknalýsinganna, má telja, að
vonir Jónasar Hallgrímssonar um gagnsemi þess að fá presta og
sýslumenn til þess að lýsa sveitum sínum um miðja síðustu öld,
hafi ræst, þó með nokkuð öðru sniði sé en hann ætlaði sér.27
I Sögu árið 2000 segir í formála ritstjórnar, þeirra Guðmundar J.
Guðmundssonar, Guðmundar Jónssonar og Sigurðar Ragnarsson-
ar:
Árið 2000 er ekki aðeins afmælisár Sögu heldur er það lokaár
aldar og árþúsunds. Ritstjóminni þótti því við hæfi að Saga í ár
yrði helguð íslenskri sagnaritun á 20. öld og tækifærið nýtt til að
gefa lesendum yfirlit yfir það markverðasta sem skrifað hefur
verið um sögu íslands frá því að nútímasagnfræði varð til. Það
vill einmitt svo til að upphaf hennar má rekja aftur til síðustu
aldamóta þegar fyrstu háskólasagnfræðingarnir tóku að hasla
sér völl. - Ritstjórnin fékk ellefu sagnfræðinga til að gera þessu
víðtæka efni skil og bað þá um að fjalla um ýmist ákveðin tíma-
bil Islandssögunnar eða einstök efnissvið sagnfræðinnar. Þeim
var falið að greina frá helztu söguritum, úr hvaða jarðvegi þau
spretta, grundvallarviðhorfum eða söguskoðunum sem í þeim
birtast, viðfangsefnum þeirra og aðferðum sagnaritaranna.28
Á ráðstefnu, sem haldin var í Reykholti í Borgarfirði haustið 1999
að tilhlutan Sögufélags og Sagnfræðistofnunar Háskóla íslands,
var fjallað um verkefni þessara ellefu höfunda undir yfirskriftinni:
„íslensk sagnfræði við árþúsundamót. Sýn sagnfræðinga á ís-
landssöguna." Ur þessu víðtæka og viðamikla verkefni reyna hin-
ir vísu höfundar að leysa á hátt í 300 bls. í Sögu, verðugt viðfangs-
efni Sögufélags við aldamót og lok eigin aldarsögu. Mun vafalaust
sitt sýnast hverjum við þann lestur, þar verður hver og einn að
dæma fyrir sig. Mikið er færzt í fang, en tilgangur ritstjómar er
góður í sjálfu sér og sá metnaður, sem þar ótvírætt birtist, fyrir
hönd sögu - og Sögu.
27 Heimir Þorleifsson, „Frá Sögufélagi" Saga XXXIX (2001), bls. 309.
28 „Formáli", Saga XXXVIII (2000), bls. 7.