Saga - 2002, Page 61
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
59
22. mynd. í takt við tímann hefur Sögufélag komið sér upp síðu á Veraldar-
vefnum. Einari Laxness var falið að opna síðuna á 100. afmælisdegi Sögu-
félags 7. marz 2002. Til hægri á myndinni er Sigríður Th. Erlendsdóttir
formaður afmælisnefndar félagsins.
Auk Sögu, Nýrrar sögu og Sýslu- og sóknalýsinga Múlasýslna, gaf
Sögufélag á hundraðasta ári sínu út eitt afmælisritið enn. Var það
Saga og minni, safn ritgerða í tilefni sjötugsafmælis fyrrverandi for-
seta félagsins, Einars Laxness, þess, sem þennan Sögufélagsannál
tekur saman. Og hann er þakklátur fyrir þann sóma, sem félagið
sýndi honum,- og þær kveðjur, sem hann fékk á „tabula gratulator-
ia", - enda stendur félag þetta hug hans nær en önnur, svo nátengd-
ur því, sem hann hefur verið „í gegnum tíðina", eins og sagt er.
XII
A aðalfundi 20. október 2001 urðu mikil umskipti við stjórnarkjör,
er forseti síðast liðin þrettán ár, Heimir Þorleifsson, gaf ekki kost á
frekari stjórnarsetu, ásamt Birni Bjarnasyni, Svavari Sigmunds-
syni og Sigurði Ragnarssyni, en hinn síðastnefndi lét einnig af rit-
stjórn Sögu eftir tuttugu ára farsælt starf. Ný stjóm tók við undir
forsæti Lofts Guttormssonar, sem hafði verið gjaldkeri frá 1988,
Hulda S. Sigtryggsdóttir var áfram ritari (síðan 1999; í varastjórn
1997, aðalstjórn 1998), nýr gjaldkeri Ragnheiður Kristjánsdóttir,
sagnfræðingur, meðstjórnendur Guðmundur J. Guðmundsson