Saga - 2002, Qupperneq 62
60
EINAR LAXNESS
(í varastjóm frá 1998), og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor.
Varamenn eru sagnfræðingarnir Björgvin Sigurðsson og Sigríður
Matthíasdóttir.
Jafnframt voru á þessum aðalfundi gerðar lagabreytingar. í 2.
grein segir nú:
Markmið félagsins er að gefa út tímarit, heimildarit og annað
efni um sagnfræði og söguleg efni, einkum um sögu íslands.
í 8. grein segir m.a.:
Fyrir Sögufélagi ræður stjórn fimm aðalmanna og tveggja vara-
manna kjörinna á aðalfundi. Forseti skal kjörinn sérstaklega til
tveggja ára í senn og má endurkjósa hann fjórum sinnum. Aðr-
ir aðalmenn og báðir varamenn skulu kjörnir til eins árs í senn
og mega þeir eigi sitja lengur en sex ár samfellt í stjórn.
Á þessum tímamótum er fjöldi félagsmanna í lágmarki, um 700,
svo að mikið verkefni er framundan að auka þá tölu verulega. Ár-
legur styrkur á fjárlögum er nú 500 þúsund krónur.
Þau útgáfuverkefni, sem blasa við á aldarafmæli Sögufélags, eru
helzt þessi: Útgáfa heimildarita, þ.e. framhald á útgáfu Lands-
nefndarskjala 1770-71, sem alltof lengi hefur legið niðri, útgáfa á
dómum Yfirréttarins á Alþingi, með sérstökum tilstyrk þingsins,
sem Gunnar Sveinsson hefur tekið saman og Björk Ingimundar-
dóttir, skjalavörður, haldið áfram að vinna við eftir lát Gunnars,
framhald á Sýslu- og sóknalýsingum, sem senn sér væntanlega fyr-
ir endann á, framhald á útgáfu Safns til sögu Reykjavíkur. Ennfrem-
ur Saga Stjórnarráðs íslands 1964-2004, sem tekur við, þar sem riti
Agnars Kl. Jónssonar frá 1969 sleppir. Að tilhlutan forsætisráðu-
neytis, sem leggur til fé, er stefnt að útkomu ritsins á aldarafmæli
heimastjórnar. Ritnefnd með fulltrúum Sögufélags og Þjóðskjala-
safns hefur verið tilnefnd undir forsæti menntamálaráðherra, en
verkefnisstjóri hefur verið ráðinn Sumarliði R. Isleifsson, sagn-
fræðingur. Að síðustu skal nefna Sögu íslands á 20. öld í einu bindi,
sem Helgi Skúli Kjartansson vinnur að og forseti kynnti á aðal-
fundi 1997. í ritnefnd eru Guðmundur Jónsson, Guðjón Friðriks-
son og Gunnar Karlsson. Gert er ráð fyrir, að þetta rit verði í svip-
uðum búningi og íslandssaga til okkar daga. Varðandi önnur verk-
efni ítreka ég, að gaman væri og gagnlegt að sjá fyrr eða síðar ljós-
prentaða útgáfu af Þjóðólfi 1848-74.
Um framtíðina á aldarafmæli Sögufélags skal engu spáð. Við lif-
um á umbrotatímum, með nýjum siðum og nýjum gildum, og