Saga - 2002, Side 63
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
61
segjum eins og þeir gömlu: „O tempora, o mores, hvílíkir tímar,
hvílíkir siðir"!
Þetta gátu menn kannski einnig sagt, þegar Sögufélagi var ýtt úr
vör af vonglöðum ármönnum þjóðar í upphafi nýrrar aldar, þar
sem allt var í deiglunni. Þá voru líka erfiðir tímar, en grunnt var á
brennandi áhuga og einhvers konar hugsjón, sem rak menn áfram
og hlýtur einlægt að vera kjölfestan, ef árangur á að nást. Kannski
lifum við alltaf á „erfiðum tímum" með einhverjum hætti!
Um leið og Sögufélagi er óskað velfamaðar á nýrri öld, með
þeirri sannfæringu, að enn eigi það sér hlutverk fyrir höndum, vil
ég ljúka þessum annál með þeim orðum, sem ég viðhafði á aðal-
fundi 1982, þá er minnzt var áttræðisafmælis félagsins:
Og áfram er starfinu haldið, verkefnin eru óþrjótandi. Skyldan
við sögulegan arf þjóðarinnar, - að skila honum í hendur fram-
tíðarinnar, - er driffjöður til athafna. Sagan er einn af hornstein-
um sjálfstæðis og menningar íslenzkrar þjóðar.29
Lokið 7. marz 2002.
Heimildaskrá
Óprentaðar heimildir
Fundargerðir og önnur skjöl Sögufélags.
Prentaöar heimildir
Bjöm Þorsteinsson, „Frá Sögufélaginu" Saga VII (1969), bls. 236-42.
Einar Amórsson, „Eftirmáli", íslezkar þjóðsögur og ævintýri II (Leipzig og Reykja-
vík, 1930-39) bls. 720-21.
Einar Arnórsson „Formáli", Saga I (1949-53) bls. 5-7.
Einar Laxness, „ Sögufélag 75 ára", Saga XV (1977), bls. 5-12.
— „Aðalfundur Sögufélags 1979", Saga XVII (1979), bls. 289-92.
— „Aðalfundur Sögufélags 1981", Saga XIX (1981), bls. 339-44.
— „Aðalfundur Sögufélags 1982", Saga XX (1982), bls. 329-37.
— „Aðalfundur Sögufélags 1986", Saga XXIV (1986), bls. 357-62.
— „Aðalfundur Sögufélags 1988", Saga XXVI (1988), bls. 287-95.
— „Bjöm Þorsteinsson. 20. marz 1918 - 6. október 1986", Saga XXV (1987),
bls. 7-19.
„Félagatal Sögufélags 1984", Saga XXII (1984), bls. 370-407.
29 Einar Laxness, „Aðalfundur Sögufélags 1982", bls. 336.