Saga - 2002, Page 67
MENNJNGARMUNUR Á ÍSLANDI í LOK 18. ALDAR
65
Menning, einsaga og hið dæmigerða
í því sem hér fer á eftir nota ég mannfræðilegt menningarhugtak,
þar sem orðið menning er notað í merkingunni lifnaðarhættir.5
Menningu er erfitt að skilgreina þar sem hún er samsett fyrir-
brigði, hún er rammi um líf manna og um leið hluti af þessum
ramma. Menning hefur þannig þýðingu fyrir gjörðir manna og
hugsanir um heiminn sem þeir búa í, jafnframt því að menningin
mótast að vissu marki af umhverfinu. I þeim hlutum sem fólk hef-
ur í kringum sig, makavali, nöfnum barnanna, híbýlaháttum og
ráðstöfun fjármuna - í öllu þessu birtast efnahagssveiflur, stjórn-
málaþrýstingur og þess háttar, en einnig menning. Þannig eru
tengsl milli gjörða manna og þeirrar merkingar sem þeir leggja í
þær. Það þýðir að með því að rannsaka gjörðir mannanna getur
maður öðlast nokkurn skilning á menningarheimi þeirra.
Mikilvægt er þó einnig að hafa í huga að menning er þar að auki
hugtak eða sjónarhom sem fræðimenn velja til rannsóknar, á sama
hátt og hægt er að rannsaka fyrri tíma frá efnahagslegu, stjórn-
málalegu eða hugmyndafræðilegu sjónarmiði. Þannig er munur á
högum manna og því sem við sem fræðimenn getum sagt um hagi
þeirra. Ég nota hér hið víðara hugtak menningarsnið, fremur en
menningu, einmitt til þess að leggja áherslu á þennan mun. Hug-
takið menningarsnið er sem sagt ekki hugsað til að marka mönn-
um ákveðinn bás, heldur til að varpa upp eins konar skugga-
myndum á grundvelli mismunandi mynstra sem ég finn í lífshátt-
um manna.
Ein ástæða þess að varlega þarf að fara með hugtökin er sú að í
heimildum frá 18. öld hafa alþýðumenn sjaldan orðið milliliða-
laust. Erfitt getur því verið að segja til um hvernig alþýðu fyrri
tíma hefur liðið eða hver lífsviðhorf hennar voru. Alþýðan kemur
fram í skýrslum, kirkjubókum, dómabókum, skiptabókum og því
um líku, en þar sem það er yfirstéttin sem hefur myndað þessar
heimildir er það hugsunarháttur hennar og lífsviðhorf sem ein-
kennir lýsingarnar á alþýðu samtímans. Þannig er þetta einnig á
íslandi þótt vitnisburður yfirstéttarinnar sé oft látinn gilda fyrir
5 Sbr. Palle Ove Christiansen, Kultur og historie, bls. 15-30.
5-SAGA