Saga - 2002, Page 68
66
CHRISTINA FOLKE AX
alla íbúana vegna hugmyndarinnar um hina einsleitu mertningu.6
Engu að síður er reginmunur á lífi Ólafs Stefánssonar stiftamt-
manns eða Skúla Magnússonar landfógeta, sem höfðu tengsl við
útlönd, bjuggu stórbúi og áttu bókasafn, hægindastóla, glugga-
tjöld og borðsilfur, og lífi venjulegs bónda. Það er ekki sjálfgefið að
þeir Ólafur og Skúli geti komið fram fyrir hönd bóndans, þótt þeir
eigi sjálfsagt eitthvað sameiginlegt. Þar með er ekki sagt að ekki sé
hægt að tjá sig um líf alþýðunnar á grundvelli þeirra ummerkja
sem finna má í heimildum, en það verður að reyna að komast að
veruleikanum handan við vitnisburð yfirstéttarinnar.
í þessari grein hef ég notað einsögulega nálgun til þess að
komast á snoðir um lífshætti alþýðunnar. Aðferð einsögunnar er í
stuttu máli sú að einskorða rannsóknarsviðið við afmörkuð fyrir-
brigði eins og einstaklinga, svæði eða atburði. A þann hátt má
tefla saman upplýsingum úr mörgum ólíkum heimildum, þannig
að unnt verði að endurskapa það samhengi sem þessi fyrirbrigði
eða einstaklingar voru hluti af. Tilgangurinn er m.a. að öðlast
margbrotnari skilning á mannfólkinu og lífsháttum þess og gera
hina stærri sögu blæbrigðaríkari - ekki að skapa dæmigerða
mynd af samfélaginu. Oft er þessi samtenging heimilda einnig
eina leiðin til þess að skapa sér mynd af alþýðufólki og lífi þess.7
Einsagan á sér ekki rætur í því almenna heldur í því sérstaka.
Hún leitar ekki að lögmálum heldur skilningi og næmi. En það
sérstaka getur því aðeins verið til að eitthvað sé venjulegt. Þess
vegna getur það sérstaka verið leið til skilnings á hinu venjulega
líka, því það sérstaka endurspeglar viðmið og gildi samfélagsins.
ítalski sagnfræðingurinn Eduardo Grendi hefur kallað þetta
„eccezionalemente normale", eða eins og talað er um á dönsku
„det usædvanlige normale".8 Segja má að það alþýðufólk sem
finna má í heimildunum sé oft eðlilegar undantekningar frá hinu
6 Dæmi um þetta eru rannsóknir Kirsten Hastrup. Hún byggir lýsingu sína
á íslenskum menningarheimi á heimildum sem myndaðar eru af yfirstétt-
inni án þess þó að taka á þessu sem vandamáli. Kirsten Hastrup, Nature
and Policy in Iceland 1400-1800.
7 Yfirlit um hina einsögulegu nálgun má t.d. sjá í Giovanni Levi, „On
Microhistory".
8 Lýsingu á þessu hugtaki má t.d. sjá hjá Hans Medick, „Mikro-Historie",
bls. 47 og hjá Carlo Ginzburg & Carlo Poni, „Was ist Mikrogeschichte?",
bls. 51. Á þýsku er talað um „aussergewöhnliche normalen".