Saga - 2002, Page 69
MENNINGARMUNUR Á ÍSLANDI í LOK 18. ALDAR
67
sem gerist og gengur, þar sem það, a.m.k. þegar kemur að dóma-
bókum, sker sig úr því sem kallast venjulegt. Þess vegna lendir
það fyrir dómstólunum. En um leið og það víkur frá því venju-
lega, getur það jafnframt sagt frá viðmiðum og gildismati samfé-
lagsins. Út frá þessum forsendum eru einstaklingar kynntir til
sögunnar hér á eftir.
Rannsókn á einstaklingum veitir á þennan hátt aðgang að
menningu hópsins. Ekki svo að skilja að um sé að ræða alger lík-
indi með hugsunarhætti og gjörðum einstaklingsins og hópsins,
en einstaklingurinn gerir ekkert í tómarúmi heldur í samhengi.
Sagnfræðingurinn Hans Medick segir svo um merkingarfram-
leiðslu (betydningsproduktion) af þessu tagi:
Það væri rangt að telja að þetta gerist við hlutlausar aðstæður
þar sem jafnir hæfileikar og jöfn tækifæri eru fyrir hendi. Það
sem fremur er um að ræða hér er hin stöðuga barátta fyrir merk-
ingu. Þau átök eru ávallt nálæg í samhengi við félagsleg tengsl
- tengsl sem jafnframt eru mynduð með þeirri sömu baráttu.
Gagnkvæmni, það að vera öðrum háður og mótspyma - og
hvemig þetta blandast hvað við annað - eru því ekki „leidd af
formgerðinni". Þau verða raunveruleg í sjálfri baráttunni fyrir
merkingu eins og hún er háð í og á milli sögulegra fyrirbrigða -
þ.e. einstaklinga, hópa, stétta og menningarheilda.9
Grunnur hinnar einsögulegu greiningar er í þessu tilviki Seltjarn-
ameshreppur. Á síðari helmingi 18. aldar var Seltjarnameshrepp-
ur um margt ólíkur öðrum stöðum á íslandi. Vissulega lifði fólk á
svæðinu af búfénaði og sjósókn eins og tíðkaðist annars staðar.
Fiskveiðarnar voru kannski ríkari þáttur í afkomu manna hér
en þar sem einkum var stundaður landbúnaður, en sú var að
vísu raunin víðar á Suður- og Vesturlandi. Það sem greindi Sel-
9 Hans Medick, „„Missionaries in the Rowboat"? Ethnological Ways of
Knowing as Challenge to Social History", bls. 62. - „It would be mistaken
to assume that this process takes place on a neutral field under conditions
of equal abilities and opportunities. Rather, what is at issue here is the on-
going struggle for meaning(s). That conflict is constantly present in the
context of social relations - relations which at the same time are constitut-
ed by that very struggle. Reciprocity, dependency, and resistance - and
their intermixtures - are thus not „structurally given". They become rea-
lity only within this struggle for meaning(s) as it is waged in and between
historical subjects - that is, individuals, groups, classes, and cultures."