Saga - 2002, Page 70
68
CHRISTINA FOLKE AX
tjarnameshrepp frá öðrum svæðum var einkum og sér í lagi
Reykjavík.
Um miðja 18. öld voru vefsmiðjur Innréttinganna byggðar á
jörðirmi Reykjavík. Hugmyndin var að styrkja ísland með því að
hefja handverksiðnað og koma af stað heimilisiðnaði í tengslum
við hann. Þar yrði hægt að nýta íslenskt hráefni um leið og íslend-
ingum yrðu kennd ný vinnubrögð og aðferðir.10 Þetta var upphaf
þess að Reykjavíkurjörðin breyttist í eina þéttbýlisstaðinn á ís-
landi sem líktist bæ. Þessi þróun styrktist við það að kaupmenn
fluttu krambúðir sínar og pakkhús úr Örfirisey og upp á land árið
1780. Jafnframt tóku ýmsar mikilvægar stofnanir og embættis-
menn að safnast saman í hreppnum, eins og tugthúsið, landsyfir-
rétturinn, landfógetinn, biskupinn, stiftamtmaðurinn o.fl. Árið
1786 fékk Reykjavík kaupstaðarréttindi, en bærinn varð ekki sjálf-
stætt stjómsýslusvæði aðgreint frá Seltjarnarneshreppi fyrr en
árið 1836.* 11
Seltjarnarnes varð af þessum sökum afmarkað svæði þar sem
saman var komið tiltölulega margt fólk með mismunandi bak-
grunn. Árið 1801 voru íbúar Reykjavíkurkaupstaðar 311 talsins en
í öllum Seltjarnarneshreppi bjuggu 870 manns. í Reykjavík bjuggu
embættismenn, verslunarmenn og fólk sem hafði ofan af fyrir sér
með margvíslegu handverki. Handverksmenn hjá vefsmiðjunum
voru einkum vefarar og spunafólk, en síðan bættist við annað
handverk eins og skósmíði, trésmíði og þess háttar. Umhverfis
bæinn bjuggu hjáleigumenn, þurrabúðarmenn og húsmenn og
enn lengra í burtu voru fleiri býli og kot.12 Búseta alls þessa fjölda
fólks með mismunandi lífshætti gerir Seltjarnarnes frábrugðið
öðrum stöðum á íslandi. Um leið gefst gott tækifæri til að bera
saman mismunandi hópa fólks og margþætt menningarsnið
þeirra, eins og gert yerður hér á eftir.
10 Hinum margvíslegu hugmyndum að baki vefsmiðjunum á Leirá, Bessa-
stöðum og í Reykjavík hefur seinast verið lýst í Hrefna Róbertsdóttir,
Landsins forbetran.
11 Sjá t.d. Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur I.
12 Sjá t.d. upplýsingar í manntölum. - Manntal á íslandi 1801, Suðuramt, bls.
377-402. - Manntal á íslandi 1816, bls. 422-10. - Manntal á íslandi 1845, Suð-
uramt, bls. 424-58.