Saga - 2002, Page 71
MENNINGARMUNUR Á ÍSLANDI í LOK 18. ALDAR
69
Grímur Ólafsson og Guðmundur jónsson
Árið 1813 virtist eitthvað undarlegt vera á seyði hjá bóndanum í
Breiðholti, Grími Ólafssyni.13 Magnús Magnússon hreppstjóri fór
að minnsta kosti þangað heim einn febrúardag við fjórða mann til
þess að gera húsrannsókn. Fé hafði horfið og orðrómur var um að
í Breiðholti væri meira af skinnum og kæfu en eðlilegt mætti telj-
ast. í mánuðinum á undan höfðu komið upp fleiri mál um horfið
fé. Fyrst hvarf úr fé Stephensens etatsráðs í Laugamesi. Grnnur
féll á smalann, Gottskálk Eiríksson, sem var farinn af Seltjarnar-
nesi, og sömuleiðis á Ivar Stefánsson á Kleppi, sem hafði hýst
Gottskálk. Málið féll niður án ákæru þar sem við rannsóknina
höfðu fundist nokkur hræ sem refir höfðu skilið eftir. í febrúar féll
dómur yfir sauðaþjófi frá Álftanesi, sem m.a. hafði stolið fé frá
Guðmundi Eyjólfssyni bónda á Bústöðum. Þessi tvö mál tengdust
bæði orðróminum um Grím Ólafsson, en á mismunandi hátt.
Við yfirheyrslur í fyrra málinu sagði Magnús Guðlaugsson
bóndi í Laugamesi að Gottskálk hefði haldið því fram að nokkrar
kindanna hefðu sést í Breiðholtsfénu. Það var nefnilega hrútur í
Breiðholti og eðlilegt að ærnar sæktu þangað. Kannski var það
þess vegna sem Guðmundur Eyjólfsson heimsótti Grím 9. febrúar,
ásamt tveimur nágrönnum sínum, þegar hann vantaði kindina,
sem annar maður var síðar dæmdur fyrir að hafa stolið. Þessari
rannsóknamefnd neyddist Grímur til að bjóða inn fyrir og leyfa
henni að rannsaka bæinn gaumgæfilega. Annars hefði það verið
eins og hann hefði eitthvað að fela. Og það vantaði sannarlega
ekkert í Breiðholti. Þar var skinn í hverju rúmi, og í búrinu og á
loftinu voru keröld og skrín með kæfu, tólg og smjöri. Rannsókn-
inni lauk þó þegar boð bárust um að kindur Guðmundar Eyjólfs-
sonar hefðu fundist á Álftanesi. Samt sem áður hafði þessi rann-
sókn í för með sér nýjar ákærur.
Þegar bóndinn í Hvammkoti, Guðmundur Jónsson, saknaði
tveggja kinda eftir hríðarbyl 8. febrúar, taldi hann að þær hefðu
horfið af mannavöldum. Þar sem heimsókn Guðmundar Eyjólfs-
sonar hjá Grími hafði afhjúpað allar dásemdimar þar á bæ, var
13 Umfjöllunin um atburðinn, aðstæðumar og upplýsingarnar um Grím Ól-
afsson og aðra sem nefndir em byggist á dómabókinni ÞÍ. Sýsl. Gull-Kjós.
IV 11 Dóma- og þingbók 1811-1816,15. mars 1813, bls. 29-42.