Saga - 2002, Page 72
70
CHRISTINA FOLKE AX
hreppstjórinn aftur beðinn að rannsaka málið, sem hann gerði
viku eftir fyrri rannsóknina. Við komu Magnúsar var allt við það
sama og í vikunni áður, og ekkert grunsamlegt. Vinnumaður
Gríms, Jón að nafni, gaf þegar við hina fyrri rannsókn skýringu á
þessari gnægð skinna og matar. Þegar Guðmundur Eyjólfsson var
að skoða skrín Jóns með kæfu og smjöri sagði hann „ad ej mimdi
hann þurfa ad borda þurt i wetur, sagdi han ad Dep. hefdi ej held-
ur eins og þeir skorid kindur sinar nidur i haust - herum war þá
ecki fremur talad."14
Samkvæmt Grími Ólafssyni við yfirheyrsluna, hafði hann slátr-
að um helmingnum af sínum 40 kindum og átti þá 22 ær og einn
hrút vorið 1812. Hann hafði misst tvö lömb um sumarið og slátrað
átta ám og lambi haustið 1812. Hann heimti um 13 lömb af fjalli
um haustið og þegar hann skýrði málið í mars 1813 átti hann eft-
ir 12 lömb, 12 ær og hrútinn. Hann hafði mjólk úr fimm kúm og
17 mylkum ám. Þar að auki höfðu þeir Jón fiskað vel um veturinn.
Þeir veiddu 180 fiska og komu 40 í hvern hlut. Þeir höfðu lifað á
fiskinum svo að ekki þurfti að ganga á kæfubirgðirnar og smjörið.
Fyrir utan þetta átti Jón sinn eigin bústofn dreifðan á ýmsa bæi,
sex ær, einn sauð og eitt lamb. Það var þessum ráðstöfunum að
þakka að Grímur Ólafsson átti svo mikinn mat í búri og svo mörg
skinn. Ekki skipulögðu allir búskap sinn með þessum hætti, það
sýnir annað mál stuttu síðar.
í júní 1813, aðeins fáum mánuðum eftir þá atburði sem hér er
lýst, var höfðað mál gegn Guðmundi Jónssyni frá Hvammkoti.15
Það var hann sem tvívegis hafði haft Grím Ólafsson grunaðan um
að hafa stolið kindum frá sér. Enn snerist málið um að slátra fé, en
að þessu sinni öllu heldur um að láta hjá líða að slátra fé. Guð-
mundur Jónsson þurfti eins og aðrir bændur á Seltjarnarnesi að
leggja fram sinn skerf til fátækraframfærslu. Hálfum mánuði fyr-
ir jól kom niðursetningurinn Guðríður Guðmundsdóttir, 18 ára
gömul, að Hvammkoti þar sem hún átti að hafa framfærslu. Með-
an hún var í umsjá Guðmundar varð hún sjúk og horuð. Þetta mál
þurfti hreppstjórinn einnig að rannsaka. Þegar hann kom í
14 ÞÍ. Sýsl. Gull-Kjós. IV 11 Dóma- og þingbók 1811-1816, bls. 39.
15 Umfjöllunin um atburðinn, aðstæðumar og upplýsingamar um Grím
Ólafsson og aðra sem nefndir eru byggist á dómabókinni ÞÍ. Sýsl. Gull-
Kjós. IV 11 Dóma- og þingbók 1811-1816, 23. júní 1813 bls. 46-50, 5. júlí
1813 bls. 52-55.