Saga - 2002, Page 74
72
CHRISTINA FOLKE AX
sæktu bændur heim á hverju hausti til þess að sjá svo um að
skepnufjöldi fylgdi fóðri „svo að þeir af skilningsleysi og því hve
lítið skynbragð þeir bera á eigin hagsæld geri sig ekki bjargþrota
eða missi alfarið lífsnauðsynlegan fjölda skepna sinna."16 Auk
þess var fastur liður á manntalsþingum að minna alþýðuna á að
viðhalda m.a. seljum og görðum, að slétta tún og bera meira á.17
Þetta virðist hafa haft takmörkuð áhrif. Bæði Kirsten Hastrup og
Gísli Gunnarsson benda á að íslendingar virðist á 18. öld hafa
„gleymt" búskaparlagi fyrri tíma. Seljabúskap hafi verið hætt,
varðveisla heyja versnað og garðar fallið í vanhirðu, og Kirsten
Hastrup vísar máli sínu til stuðnings til þess að Olavius nefni að
sumsstaðar hafi tún verið notuð til torfristu.18
Fátækt og hungur einkenndi samfélög um alla Evrópu fyrir iðn-
byltingima og „óarðbærum" rekstraraðferðum var að hluta til um
að kenna. Það var einfaldlega ekki margt til bjargar þegar ógæfan
dundi yfir. Það er þó mikilvægt að gera sér ljóst að hversu órök-
rétt, óskynsamleg og fáránleg sú aðferð sem lýst var hér á undan
kemur okkur fyrir sjónir nú, kann hún að hafa haft merkingu fyrir
bændur þeirra tíma, miðað við þá menningu sem þeir bjuggu við.
Til þess að skilja hvernig Guðmundur Jónsson lét sér til hugar
koma að setja ærnar á í stað þess að slátra þeim, verður að reyna
að setja það sem hann gerði í rétt samhengi. Á íslandi á 18. öld var
sauðfé auðveld fjárfesting fyrir þann sem vildi bæta kjör sín. Eins
og alnafni hans, sagnfræðingurinn, ritar á okkar dögum var
16 Landsnefndin 1770-1771, bls. 231. Frumtextinn er á dönsku: „paa det de
skal ey formedelst Uforstand og altfor ringe Indsigt om deres egen Velfærd
ruinére dem selv eller komme til totaliter at miste det til deres Livs Vedlig-
eholdelse uomgiængelig fomödne Antal Qvæg."
17 ÞÍ. Sýsl. Gull-Kjós. IV 6-14 Dóma- og þingbækur 1763-1840.
18 Kirsten Hastrup, Nature and Policy in lceland 1400-1800, bls. 57 og áfram.
Sjá einnig Gísli Gunnarsson, Monopoly Trade and Economic Stagnation, bls.
168 og áfram. Hvorugur höfundanna kemur með beina skýringu á
gleymskunni, en telja, að margs konar félagslegir og menningarlegir þætt-
ir sem viðhalda sjálfum sér komi í veg fyrir nýjungar og þróun. Gísli teng-
ir þetta einkum verslunarskipaninni og niðurdrepandi áhrifum htmgurs
sem m.a. hélt samfélaginu í þeim skorðum sem það var. Hastrup sér aftur
á móti þróun, þar sem íslendingar finna að þeir hafa misst stjórn á aðstæð-
um sínum. Þeir snúi sér í staðinn að samfélaginu í kringum búið og velji
aðferðir sem krefjast sem minnstrar vinnu.