Saga - 2002, Page 76
74
CHRISTINA FOLKE AX
Minnibæ í Klausturhólasókn í Árnessýslu.20 Grímur er í manntals-
listunum 1809 og þar talinn eiga fimm hundruð í lausum aurum
og hann á því að greiða þrjá fiska í tíund og 10 fiska í gjaftoll.21
Grímur var enginn stórbóndi miðað við aðra bændur á manntals-
listanum, en sannarlega ekki í hópi þeirra minnstu. í húsvitjun
sama ár er hann líka sagður hreppstjóri ásamt Magnúsi Magnús-
syni. Árið 1816 bjó hann á jörðinni Skildinganesi á móti öðrum
bónda og fluttist síðan að Hrísbrú í Mosfellssveit þar sem hann
var einnig hreppstjóri.22 Grímur hélt því áfram að vera bóndi, en
hins vegar er á huldu hvað varð um Guðmund. Sjálfur kvaðst
hann fyrir réttinum vera úr Snæfellsnessýslu og hefði dvalist á
Seltjamarnesi í 16 ár. Hann hefði lengst af verið sjálfs sín, en hefði
einnig verið bóndi á Rauðará og nú frá því árið áður í Hvamm-
koti.23 Hann finnst ekki í íbúaskrám af þessum slóðum. Presturinn
kallaði hann „daufan", en Grímur var hins vegar talinn „skikkan-
legur".24 Álit manna á þeim var því einnig mismunandi.
Framanskráðar upplýsingar vekja grun um það að handan
þessa tvenns konar háttalags leynist ólíkur æviferill. Svo kynni að
virðast að þeir Grímur og Guðmundur hafi ekki aðeins stundað
búskap sinn á ólíkan hátt, heldur færu þeir einnig ólíkar leiðir á
öðrum sviðum. Áþekkt mynstur má greina hjá öðrum bændum
í Seltjarnarneshreppi ef þeir eru bornir saman á hinum ýmsu
sviðum, á grundvelli heimilda eins og t.d. kirkjubóka, manntala,
skipta- og dómabóka. Þar má nefna t.d. hreyfanleika þeirra, af-
gjaldagreiðslur, innbú, makaval og æviferil bama þeirra.25 Til þess
20 íslendingabók, samstarfsverkefni Friðriks Skúlasonar og íslenskrar erfðagreining-
ar, http://www.islendingabok.is (Grímur Ólafsson, f. 1763).
21 ÞÍ. Sýsl. Gull-Kjós. X 4 Manntalsbók Gullbringusýslu 1806-1823, (Manntal
1809).
22 ÞÍ. Kirknasafn. BC. 4. Sóknarmannatal 1805-1824, (1809). - Manntal á ís-
landi 1816, bls. 433-34, 441. - íslendingabók, samstarfsverkefni Friðriks Skúla-
sonar og íslenskrar erfðagreiningar, http://zvww.islendingabok.is (Grímur Ólafs-
son, f. 1763).
23 ÞÍ. Sýsl. Gull-Kjós. IV 11 Dóma- og þingbók 1811-1816, 23. júní 1813 bls.
46-50, 5. júlí 1813 bl. 52-55.
24 ÞÍ. Kirknasafn. BC. 4. Sóknarmannatal 1805-1824, (1809).
25 Lýsingin hér að neðan á muninum á mismunandi hópum alþýðumanna er
byggð á ritgerð minni til cand. mag. prófs í evrópskri þjóðháttafræði við
Kaupmannahafnarháskóla. Þar endurgerði ég lífsferil nokkurra íbúa