Saga - 2002, Side 77
MENNINGARMUNUR Á ÍSLANDI í LOK 18. ALDAR
75
að lýsa þeim ólíku menningarsniðum sem fram koma hef ég feng-
ið að láni orð Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns úr bréfi til Lands-
nefndarinnar 1770-71 þar sem hann lýsti mismunandi tegundum
bænda, fyrirmyndarbændum (de bedste bonder) og armingjum
(udskudet). Ekki ber þó að taka upp siðferðismatið sem einnig
kemur fram í tilvitnuninni:
Allir vita að fyrirmyndarbændur sem eru færir um að yrkja og
sinna heimajörðunum með tilheyrandi hjáleigum eru ráðnir til
þess af jarðeigendunum, og bændurnir útvega síðan hjáleigu-
mennina sem ýmist eru mjög fátækir eða latir, já, armingjarnir
meðal íbúanna.26
Á Seltjarnarnesi sköruðu fyrirmyndarbændur fram úr með því að
vera góðum efnum búnir, eiga stórt bú og hafa mörg börn í heim-
ili. Margir þeirra skiptu sjaldan um búsetu, greiddu afgjöld á rétt-
um tíma og áttu stundum inni hjá kaupmanninum.27 Fyrirmyndar-
bændur sóttu sér kvonfang hver hjá öðrum og jarðirnar héldust oft
í ættinni, en ekki alltaf. Hinsvegar tókst næstu kynslóð iðulega að
ná sér í jörð, og þar með kvonfang, og oft að halda áfram búskap.28
Fyrirmyndarbændur verða að teljast fastheldnir á sitt. Þar er gríð-
arlegur munur á þeim og armingjunum sem virðast missa allt út úr
höpdunum. Andstættfyrirmyndarbændum er almennt fremur erfitt
að fylgja armingjunum eftir í heimildum. Þeir lifðu alltaf á mörk-
um hins mögulega og fluttust oft milli staða. Börn þeirra gerðu
slíkt hið sama eða dóu áður en þau náðu fullorðinsaldri. Þegar
svæðisins á grundvelli upplýsinga sem einkum eru fengnar úr kirkju-
bókum, manntölum og sóknarmannatölum, ýmsum reikningsyfirlitum,
skipta- og dómabókum. Hér í þessari grein nefni ég aðeins meginatriðin
varðandi hina ýmsu hópa án þess að fara nánar út í grundvöll niðurstaðna
minna eða þær fjölskyldur sem þær eru byggðar á. Sjá nánar: Christina
Ax, „Et andet Island - kulturel kompleksitet pá Seltjamarnes 1750-1830 "
(.Kgl.Bibl.).
26 Landsnefndin 1770-1771, bls. 268. Frumtextinn er á dönsku: „Alle veed, at
de beste Bönder, som ere i Stand til at rögte og oppasse Hiemme-Gaardene
med tilhörende Hialeyer, antages dertil af Iordeyeme, og disse antage
Hialeyemændene igien, som enten ere meget arme eller dovne, ja, Udsku-
det af Landfolket."
27 Þetta sést m.a. af skiptagerðum, ýmsum búnaðarskýrslum og skuldalist-
um.
28 Ákveðin óvissa ríkir um lífsferil yngri kynslóðarinnar þar sem tímabilið
sem tekið er til rannsóknar, 1750-1830, er ekki mjög langt.