Saga - 2002, Síða 78
76
CHRISTINA FOLKE AX
rekist er á þetta fólk í heimildunum hefur það oft komist í kast við
lögin eða dáið blásnautt.29 Armingjana má kalla algjöra andstæðu
fyrirmyndarbændanna. Þetta stafar að nokkru leyti af því hvernig
heimildunum er háttað. Venjulega komust menn aðeins undir
smásjá yfirvalda ef þeir skáru sig úr, annað hvort á jákvæðan eða
neikvæðan hátt, og eru þar með nefndir í heimildunum sem fyrir
hendi eru. Fyrirmyndarbændurnir og armingjarnir voru öfgamar, en
þeir menn voru til sem telja má á milli þessara tveggja menning-
arsniða.
Ólafur Stefánsson setti í tilvitnuninni hér á undan fyrirmyndar-
bændur á jarðimar og armingjana á hjáleigumar. Það var munur á
hjáleigumönnum og bændum á mörgum sviðum,30 en það var
einnig mismimur innan þessara félagslegu hópa og ýmis líkindi
þvert á þá hópskiptingu. Armingja var vissulega að finna í kotum
og tómthúsum, en munurinn á menningarsniðunum tveimur var
ekki aðeins munurinn á bændum og hjáleigumönnum. Armingja
var að finna meðal þeirra sem féllu undir skilgreininguna bóndi
og fyrirmyndarbændur var að finna meðal hjáleigumanna. Það var
munur á Þorálfi Þorbjamarsyni bónda, sem bjó í Engey 1784 með
konu sinni, fjórum börnum, þremur vinnumönnum, þremur
vinnukonum, tveimur niðursetningum, einum brauðbít, einum
flakkara og tveimur lausamönnum, og t.d. Guðlaugi Magnússyni
bónda í Kópavogi. Hann bjó á jörðinni 1784 með konu og fimm
börnum á móti Eiríki Jónssyni, konu hans, dóttur og vinnu-
manni.31
Annað dæmi um mim á bændum var Ari Jónsson bóndi í Kópa-
vogi og Sigurður Guðmundsson bóndi í Engey. Árið 1762 greiddi
Ari Jónsson afgjöld sín, x/2 kúgildi, '/2 martnslán, dagsláttu og gjaf-
toll, í peningum, kvöðum, lýsi og smjöri.32 Árið 1775 var hann á
lista frá stiftamtmanni til kaupmannsins yfir hvað menn skyldu
greiða í landskuld áður en þeir versluðu. Þar bar honum að
leggja inn 30 fiska virði. Árið 1777 voru það aðeins 10 fiskar.33
29 Sbr. neðanmálsgrein 25.
30 Sbr. t.d. Agnes Siggerður Amórsdóttir, „Útvegsbændur og verkamenn".
31 ÞÍ. Kirknasafn. Sóknarmannatal 1784-1804 (1774).
32 ÞÍ. Sýsl. G-K. Umboðið. V 13, Gjaldabók 1762.
33 ÞÍ. Stift. III193 Bréf ýmissa erlendra manna 1714-1803, Landskuldarlistar
1775 og 1777.