Saga - 2002, Síða 79
MENNINGARMUNURÁ ÍSLANDI í LOK 18. ALDAR
77
Hann greiddi þetta í bæði skiptin, en gjaldið var ekki heldur hátt.
Flestir aðrir áttu að greiða meira en eina vætt, sem nam 40 fiskum.
Þremur árum síðar fékk hann þriggja ríkisdala styrk vegna fjár-
missis af völdum fjársýkinnar.34 Hann fékk einnig afhenta hálfa
byggtunnu og fjórar vættir harðfisks hjá kaupmanninum, þar sem
hann var einn hinna mest þurfandi í hreppnum.35 Þetta ár voru
þau fjögur í heimili, hann átti þrjár kýr, en hafði misst hest.36 Þeg-
ar Ari lést 1782, 74 ára að aldri, lét hann ekki mikið eftir sig. Það
var m.a. hestur og tvær kýr, þar af önnur með kálfi. Af klæðum
voru einar buxur, tvær peysur og fjórar álnir af einskeftu. Af öðr-
um gripum voru nokkrar kistur og tunnur, nokkrar rekur, slitinn
ljár, strokkur, kambar og tvær snældur, pottur, reiðtygi, einn pott-
ur og nokkur skinn, fyrir utan rúm með fjölum og botni. Þetta var
metið til fjögurra vætta og 48 álna. Hann skuldaði Laugarnes-
kirkju 24 fiska, verslunirtni í Hafnarfirði 28 fiska og Jóni í Mels-
húsum þrjá ríkisdali og 70 skildinga auk leigu af hesti sem fallið
hafði úr hor þá um veturinn.37 Ari var ekkert óvenjulega fátækur
maður. Margir bjuggu við sömu kjör, enda virðist hann hafa kom-
ist af þótt það hafi verið með harmkvælum. Hann gat að minnsta
kosti haldið jörðinni í Kópavogi og þurfti ekki eins og aðrir að
standa í stöðugum flutningum. Þegar skiptin eftir Ara Jónsson eru
borin saman við skiptin eftir Sigurð Guðmundsson í Engey er þó
um töluverðan mun að ræða.
Sigurður Guðmundsson lést sextugur að aldri árið 1774. í dán-
arbúi hans var m.a. skráð fjögurramannafar og þrír minni bátar,
þrjár kýr, fjórar lembdar ær, þrír sauðir og hestur. Hann átti marg-
ar kistur, m.a. eina með eikarloki og lás og allnokkuð af fötum.
Það voru bláar og brúnar peysur með hnöppum, tvær mussur,
önnur tvíhneppt og sortuð, hin einhneppt „sortuð og lyngvuð",
buxur, sokkar, blá prjónahúfa og útlensk skinnhetta, hálstreflar,
34 ÞÍ. Stift. III 197 Skjöl og skýrslur um fjársýkina 1771-1788, Styrkur til
kaupa á fé í Reykjavíkurprófastsdæmi 1780.
35 ÞÍ. Sýsl. Gull-Kjós. XXIV 1 Búnaðarskýrslur 1779-1787, Listi yfir þurfa-
menn í hreppnum 2. febrúar 1780.
36 ÞÍ. Sýsl. Gull-Kjós. XXIV 1 Búnaðarskýrslur 1779-1787, Familie-, folks- og
kreaturmantall udi Seltiamenes 1781.
37 ÞÍ. Sýsl. Gull-Kjós. XV la Dánarbú 1756-1799, Dánarbú Ara Jónssonar,
Kópavogi, 26. maí 1782.