Saga - 2002, Blaðsíða 80
78
CHRISTINA FOLKE AX
tvö rúm uppbúin með einskeftubrekánum, fiðurkoddi, sajett efni
og fimm álnir vaðmáls. Að auki voru nokkrar guðsorðabækur.
Sigurður átti mörg verkfæri og áhöld: rekur, ljái af ýmsum gerð-
um, mykjuklafa, smíðatól, axir, strokka, líspundavigt, fötur, tunn-
ur, potta, sjóklæði og veiðarfæri. Hann átti „húsmannahús með
hurð á hjörum", marga hjalla, fjárhús, matvæli, silfurhnappa og
töluvert af reiðufé. Þar fyrir utan átti hann inni hjá bæði kaup-
manninum, landfógetanum og djáknanum. Samtals var þetta 41
vætt og 11 álnir.38
Fljótt á litið gæti munurinn á Ara Jónssyni og Sigurði Guð-
mundssyni sýnst vera alfarið efnahagslegs eðlis. A þessum tíma
var líka greint á milli ríkra og fátækra þegar skýra átti ástandið á
þessum slóðum. í bréfi til Landsnefndarinnar 1770-71 kvörtuðu
fimm bændur yfir því að hinir ríku fengju góðu jarðirnar en hinir
fátæku yrðu að sitja uppi með lélegustu jarðirnar með þungum
álögum, og gætu ekki haldið þeim við hvað þá sinnt jarðabótum.39
Sumir nutu frá upphafi betri kjara og sérstöðu. Kannski var það af
því að þeir höfðu aðra menningarlega afstöðu til þess hvað það
væri að vera bóndi og umfram allt á hvern hátt maður ætti að vera
það. Vitanlega má ekki njörva menn niður á menningarlega
„bása", en á hinn bóginn er það ekki alltaf vænlegt til árangurs að
túlka mismikla velmegun þannig að fátæku bændurnir væru eins
og þeir ríku ef þeir aðeins hefðu efni á því. Það sjónarhorn leiðir
allt of auðveldlega til þeirrar túlkunar að menn eins og Guðmund-
ur Jónsson og Ari Jónsson væru eingöngu lélegir búmenn og
„slæmir" bændur. Þetta snýst nefnilega ekki eingöngu um að
komast í nægileg efni, heldur einnig um að kunna að nýta þau.
Meira um vert er að túlka þennan mun eins og Palle O. Christian-
sen þjóðháttafræðingur gerir í rannsóknum sínum á höfðingja-
setrinu Giesegaard á Sjálandi í Danmörku. Þar finnur hann á 18.
öld tvenns konar lífshætti hlið við hlið, en menningarlega ólíka,
meðal landsetanna (fæstebonder), sem hann kallar kappstnennina
(de stræbsomme) og forlagatrúarmennina (fatalisteme). Hér er einn-
ig um að ræða stönduga bændur og fátæka, en Christiansen telur
38 ÞÍ. Sýsl. Gull-Kjós. XV la Dánarbú 1756-1799, Dánarbú Sigurðar Guð-
mundssonar, Engey, 12. september 1774.
39 ÞÍ. Rtk. 18.4 Lit. PR 30. mars 1771 bréf frá ívari Jónssyni, Jóni Magnússyni,
Jóhanni Níelssyni, Áma Guðmundssyni og Jóni Einarssyni.