Saga - 2002, Síða 84
82
CHRISTINA FOLKE AX
14 handverksmönnum í vefsmiðjunni. Bréf þeirra var nokkurs kon-
ar yfirferð yfir bréf Odds og Níelsar og mótmæli við ákærunum í
því. Þeir töldu t.d. ekki að krafa um laun til hreppstjóra væri rétt-
lætanleg, heldur væri hún fremur tilraun af hálfu hreppstjóranna
til að skara eld að eigin köku. Síðan gerðu þeir Landsnefndinni
(og öllum öðrum?) kunnugt hvað þeim fannst um hreppstjórana á
Seltjarnarnesi með því að fara fram á „að sýslumennina ætti að
skylda til að velja þá ekki til hreppstjóra sem þekktir eru að okri,
græðgi og síngimi en af því hlýst margt armað illt."47 Vel kann að
vera að góðbændur á Seltjamamesi hafi haft lítið álit á íbúum
Reykjavíkur, en það lítur þó út fyrir að hafa verið gagnkvæmt.
Einn af þeim sem rituðu nafn sitt undir bréfið var Teitur Sveins-
son (1748-1809) sem var áberandi maður í Reykjavík. I dómskjöl-
um er talað um hann sem „ærlegan". Það var raunar tilvitnun
hans sjálfs til orða annars manns, en meintur heiðarleiki hans
styrkist af því að hann kom oft fram sem vitni eða eftirlits- og
matsmaður. Hann var meðhjálpari við kirkjuna og guðfaðir
margra barna.48 Það voru ekki aðeins börn handverksmanna
heldur einnig úr öðrum þjóðfélagshópum. Teitur er ýmist kallað-
ur vefari, verka- eða daglaunamaður (arbejdsmand) eða verk-
smiðjustjóri (fabrikor). Um tíma var hann bóndi og líklega einnig
vefari, m.a. í Melasókn í Borgarfjarðarsýslu, en fór aftur til Reykja-
víkur og byggði sér þar hús, Teitsbæ.49 Teitur sýndi af sér mikinn
dugnað sem virðist hafa erfst til sonar hans sem einnig lærði til
vefara og var líkt og föðurnum trúað fyrir ýmsum matsstörfum.50
47 ÞÍ. Rtk. 18.5. Landnefndin fyrri, Lit. W. Bréf frá Teiti Sveinssyni, Japhet 111-
ugasyni, Magnúsi Ámasyni, Guðlaugi Eiríkssyni, Magnúsi Bjömssyni,
Bessa Ámasyni, Pétri Jónssyni, Erlendi Þórðarsyni, Guðmundi Jónssyni,
Guðmundi Brynjólfssyni, Brynjólfi Höskuldssyni, Þórði Vigfússyni,
Benedikt Einarssyni og Jóni Þórarinssyni, 2. maí 1771. Frumtextinn er á
dönsku: „at sysselmændene maate tilholdes ej at udwælge dem til Repp-
styrer, som ere bekiendt for Aager, Giærrighed og Egen Nytte, hvor af
mange andre onde ting flyde."
48 Það gæti skipt máli að eiginkona hans var ljósmóðir.
49 Manntal 1801, Suöuramt, bls. 398. - íslendingabók, samstarfsverkefni Friðriks
Skúlasonar og íslenskrar erfðagreiningar, http://www.islendingabok.is (Teitur
Sveinsson, f. 1748). Einnig þakka ég Hrefnu Róbertsdóttur fyrir að benda
mér á dvöl Teits utan Seltjamarneshrepps.
50 Kaupstaður í hálfa öld 1786-1836, bls. 224 og 226.