Saga - 2002, Síða 87
MENNINGARMUNUR Á ÍSLANDI í LOK 18. ALDAR
85
búshlutum og fötum þar sem mismunur milli samfélagshópa
kemur fram. Ég hef til hagræðis kosið að skipta fólkinu eftir fé-
lagslegum þáttum, eins og það er auðkennt í skiptaskjölunum,
fremur en eftir menningarsniði. Astæðan er fyrst og fremst sú að
menningarleg endursköpun krefst mikillar vinnu og þar fyrir
utan kennir reynslan að ákveðin fylgni er milli hinnar félagslegu
skiptingar og menningarsniðanna, þannig að bæjarbúarnir eru
flestir í hópi handverks- eða verslunarmanna og armingjarnir í
hópi bænda eða tómthúsmanna.
Af skiptunum að dæma, var munur á íbúum Reykjavíkur, sem
þá náði aðeins til næsta nágrennis Aðalstrætis og Austurvallar, og
öðrum almenningi. Meira en helmingur þessara bænda, hús-
manna og tómthúsmanna átti (og klæddist sennilega) mussu, en
því var öfugt farið hjá handverksmönnunum. Sjö handverksmenn
áttu kjól, tíu áttu vesti og sex stígvél. Þegar föt eru tilgreind í
skiptagerðum eftir konur eru þær jafnmargar sem eiga íslenskan
búning með pilsi og peysu og þær sem eiga kjól af dönsku tagi,
þ.e. aðeins ein á hvora tegund. Axlabönd, vasaúr og sokkar eru í
eigu manna í Reykjavík en sést varla hjá bændum, húsmönnum
og tómthúsmönnum. Hattaeign eykst eftir hópum í þessari röð:
bændur (5), húsmenn (7), tómthúsmenn (9) og að lokum hand-
verksmenn (11).
Athygli vekur að í hópi handverksmannanna eru nokkrir af er-
lendum uppruna. Þeir hafa eins og kaupmennirnir hagað sér í
samræmi við þau menningarlegu gildi sem þeir höfðu tileinkað
sér áður en þeir komu til Islands. Þeir áttu, rétt eins og kaupmenn-
irnir og íslenska yfirstéttin, fatabursta, straujárn, spegla, dúka,
gluggatjöld, skatthol, hægindastóla, veggmyndir og fleira slíkt.
Þessir hlutir koma ekki jafn oft fyrir í skiptum eftir íslenska hand-
verksmenn, en hvað klæðnaðinn snertir er líkt á komið með Is-
lendingunum og erlendu handverksmönnunum. Magnús Árna-
son, sem vann við ullarflokkun, og dó í bænum Grjóta árið 1785,
átti t.d. parruk, teketil, gleraugu, stundaglas, töluvert af fötum,
bæði með íslensku og evrópsku sniði, margar bækur sem flestar
voru trúarlegar en einnig reikningsbók, Norsku lög á íslensku og
fleira.53 Bessi Árnason vefari átti bæði hatt og parruk.54 Árið 1804
53 ÞÍ. Sýsl. Gull-Kjós. XV la Dánarbú 1756-1799, Dánarbú Magnúsar Áma-
sonar ullarflokkara, 28. júní 1785.