Saga - 2002, Page 94
92
KRISTRÚN HALLA HELGADÓTTIR
þær sakir að þar endurspeglast ein helsta ógn er steðjaði að íbúum
Nesþinga. Ógnin fólst í hárri dánartíðni ungbarna og alvarlegum
afleiðingum erfiðra bamsfæðinga, þrátt fyrir að komið væri fram
á tuttugustu öld. Ekki er ljóst hvað raunverulega átti sér stað en
sjálfsagt þótti að heimfæra óhugnanleg hljóðin upp á skelfingu
bamsnauðar. Bleikmálað rúmið má lesa sem eins konar dauða-
tákn og brúnrautt teppið vísar til blóðs og jafnvel moldar. Enginn
efaðist um trúverðugleika atburðarins enda var stutt í trú fólks á
hið óþekkta og hjátrúin lifði enn góðu lífi.
Ungbamadauði var mun hærri hér á landi en í nágrannalönd-
unum. Það er ekki nema á einstökum svæðum í Svíþjóð og Þýska-
landi sem hægt er að finna samsvörun við hina háu dánartíðni
hér.3 Á íslandi má jafnan greina hærri dánartíðni ungbama við
sjávarsíðuna en í sveitum.41 þessari ritgerð verður sjónum beint
að afmörkuðu svæði, nánar tiltekið sjávarplássunum á utanverðu
Snæfellsnesi. Svæðið er athyglisvert fyrir þær sakir að þar mátti
finna eina hæstu dánartíðni ungbarna á landinu nær alla nítjándu
öld en árið 1910 var hún hins vegar komin niður fyrir landsmeð-
altal. Upp úr aldamótum 1900 minnkaði svæðamunur ungbama-
dauða stórum hér á landi og eftir 1910 var dánartíðni ungbama
orðin með því lægsta sem gerðist í heiminum.5
Hvers vegna var ungbamadauði jafn hár í Nesþingum og raun
bar vitni og hvað olli undraverðri niðursveiflu hans á tímabilinu
1881-1910? Þetta landsvæði var að heita má læknislaust allt fram
til ársins 1892 er skipaður var aukalæknir með búsetu í Ólafsvík.
Hvaða þýðingu hafði skipun hans fyrir héraðið og hvemig gekk
honum að breyta rótgrónum venjum og hugsunarhætti fólks?
Höfðu eldishættir bein áhrif á dánartíðni ungbama eða var um
samspil fleiri þátta að ræða?
3 Hallie J. Kintner, „Determinants of Temporal and Areal Variation in Infant
Mortality in Germany, 1871-1933." - Anders Brándström, „De kíirlekslösa
mödrarna". - Loftur Guttormsson, „Seasonal variations in infant mortality
in Iceland in the eighteenth and nineteenth centuries", (fjölrit). - Sjá einnig
samanburð við Bæjaraland, England, Danmörku og Noreg í Loftur Gutt-
ormsson, Ólöf Garðarsdóttir og Guðmundur Hálfdanarson, „Ungbarna-
og bamadauði á íslandi 1771-1950", bls. 61-63.
4 Loftur Guttormsson, Ólöf Garðarsdóttir og Guðmundur Hálfdanarson,
„Ungbama- og bamadauði á íslandi 1771-1950", bls. 83.
5 Sama heimild, bls. 78-79.