Saga - 2002, Page 96
94
KRISTRÚN HALLA HELGADÓTTIR
þangað fólk sem ekki fann sér bjargræði í öðrum sýslum. Fram
kemur í bréfi til Þjóðólfs árið 1890 að ekki fleiri en fjórir til sex
menn geti af eigin rammleik kostað læknisferð frá Stykkishólmi til
Ólafsvíkur.11 Víða liggja vitnisburðir um fátækt fólks á þessum
slóðum eins og til dæmis í dagbók Magnúsar Kristjánssonar en
þar segir hann frá því þegar þeir félagar í Góðtemplarahreyfing-
unni héldu skemmtun árið 1903 fyrir fátæka Ólsara. Um 160 fá-
tæklingar mættu á skemmtunina en ætla má að þeir hafi verið
mun fleiri.12 Einungis áttundi partur íbúanna var talinn skrifandi
árið 1840.131 skýrslu Tómasar Eggertssonar, hreppstjóra, frá árinu
1879 segir hann ástand menntunarmála í hreppnum hið aumasta
og standi það mjög í vegi fyrir framförum almennings.14 Árið 1887
var reynt að bæta úr menntunarskortinum með stofnun barna-
skóla í Ólafsvík og rétt undir aldarlok var stofnaður barnaskóli á
Flellissandi.15
Árið 1891 birtist nafnlaus grein um félags- og menningarmál
undir Jökli í ísafold þar sem farið er ófögrum orðum um samfélag
manna á þessum slóðum:
Framfarir og fjelagsskapar-samtök er reyndar eigi til neins að
nefna, þegar á að segja frá viðburðum á Snæfellsnesi; því það er
sannfæring mín, þótt jeg sje einn meðal þeirra, sem búa á þessu
nesi, að tæplega geti neitt af íslendingum staðið nær því að vera
skrælingjar, en sumir Jöklarar. Því getur enginn maður trúað,
sem er ókunnugur, hve tilgangslítið og nærri því að segja dýrs-
legt líf manna er sumstaðar undir Jökli.16
Um aldamótin má hins vegar segja að vakning verði hjá íbúunum
varðandi ýmis framfaramál. Menningarfélag Ólafsvíkur var stofn-
að undir lok ársins 1890 og voru helstu viðfangsefni félagsins
ýmis málefni sem gætu orðið samfélaginu til framdráttar eins og
bætt uppeldi barna, stofnun lestrarfélags, stofnun sparisjóðs og
fleira sem uppbyggilegt þótti fyrir hreppinn. Félagið lognaðist
fljótt út af vegna ýmissa deilumála en ljóst er að framfarahugur
11 Þjóðólfur XXXIX, 22. ágúst 1890, bls. 154.
12 Lbs. 3994-4000 4to. Dagbók Magnúsar Kristjánssonar 8. mars 1903.
13 Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka Bókmenntafélags. Snæfellsnes III, bls. 142.
14 Oscar Clausen, Sögur og sagnir af Snæfellsnesi II, bls. 155.
15 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Saga Ólafsvíkur, bls. 189.
16 ísafold VIII, 28. janúar 1891, bls. 31.