Saga - 2002, Page 97
í SÓKN GEGN HJÁTRÚ OG VENJUM
95
r
hafði ekki slokknað í brjósti fólksins. Góðtemplarahreyfingin Jök-
ulblómið var stofnuð árið 1893 og varð hún ein helsta driffjöðrin í
félagslífi Ólsara. Hreyfingin stóð reglulega fyrir dansleikjum og
öðrum uppákomum. Upp úr 1900 urðu svo stórstígar breytingar í
félags- og menningarmálum Ólafsvíkur, eins og fram kemur í
dagbókum Magnúsar Kristjánssonar. Þar var starfræktur spila-
klúbbur, lestrarfélag, söngfélag, leikklúbbur, boðið var upp á
danskennslu og stofnað framfarafélag undir forystu Halldórs
Steinssonar læknis.17
Þróun ungbarnadauða
Eitt af málefnum Framfarafélagsins var bætt meðhöndlun ung-
barna en mönnum þótti dánartíðni þeirra of há í héraðinu. Má því
ljóst vera að íbúamir hafa verið sér meðvitaðir um þennan mikla
vanda. Ef litið er yfir það þrjátíu ára tímabil sem hér er til umræðu
kemur í ljós að dánartíðni ungbarna, þ.e. barna á fyrsta aldursári,
í Nesþingum var vel yfir landsmeðaltali í kringum 1881. Á ára-
tugnum þar á undan, þ.e. 1871-80, gætti nokkurrar lækkunar í
ungbarnadauða á landsvísu en á Snæfellsnesi var hann enn hár og
einn sá hæsti yfir allt landið. Um 253 böm létust þar af hverjum
1000 sem fæddust en dánartíðnin var þá komin niður í 189 %o yfir
allt landið.18 Á árunum 1881-1910 fæddust 1180 börn í Nesþing-
um og vom 1128 þeirra lifandi við fæðingu, þ.e. alls fæddust 52
börn andvana. Af þeim 1128 börnum sem fæddust lifandi létust
187 þeirra innan við eins árs aldur.
Á mynd 1 sést vel hve mjög dró úr dánartíðni ungbama á tíma-
bilinu í heild. Faraldrar setja þó strik í reikninginn þegar dánar-
tíðnin er skoðuð ár frá ári. Má sem dæmi nefna skæðan mislinga-
faraldur sem geisaði árið 1882 og náði dánartíðnin þá hámarki á
tímabilinu sem hér er til umfjöllunar. Það ár lést meira en helm-
ingur þeirra bama er fæddust innan við eins árs aldur. Þetta eru
mun hærri tölur en finna má á landsvísu en þá létust um 439 af
17 Lbs. 3994-4000 4to. Dagbók Magnúsar Kristjánssonar.
18 ÞÍ. Bps.C.VI. Skýrslur um fædda, gifta og dána 1838-1871. - ÞÍ. Skjalasafn
landshöfðingja. Yfirlit yfir gifta, fædda, dána, aldur kvenna er böm fæddu,
svo og yfir fermda, 1872-1901. - Hagskinna. Sögulegar hagtölur um ísland,
bls. 59.