Saga - 2002, Page 106
104
KRISTRÚN HALLA HELGADÓTTIR
Þerrum því tárin af hvörmum vorum og segjum Drottinn gaf og
Drottinn tók og sé hans nafn vegsamað að eilífu.30
Það er engu líkara en Magnús reyni að skrifa sig frá sorginni og
tekur textinn á sig trúarlegan blæ. Með því að skrifa um hverful-
leika lífsins reynir Magnús að ná tökum á tilverunni á ný og þeim
lamandi áhrifum sem dauði bama hans hefur. Sorg þeirra sem
misstu böm sín var mikil og má ætla að viljinn hafi verið sterkur
til að spoma gegn miklum ungbarna- og barnadauða í héraðinu.
Læknisvæðing í Nespingum
Allt fram til ársins 1892 var aðeins einn læknir búsettur á Snæfells-
nesi og hafði hann aðsetur í Stykkishólmi. Umdæmi hans var
geysistórt, það náði yfir Hnappadalssýslu, Snæfellsnessýslu,
Dalasýslu og Flateyjarhrepp í Barðastrandarsýslu. Þrátt fyrir að
læknirinn hefði verið allur af vilja gerður var útilokað fyrir hann
að sinna öllu svæðinu svo vel væri enda vegir víða seinfarnir og
ógreiðfærir. íbúar yst á Snæfellsnesi voru síður en svo ánægðir
með skipan mála og árið 1890 birtist kvörtunarbréf í Þjóðólfi:
Vönandi er, að alþingi sjái um, að við þurfum eigi að vera lækn-
islausir lengur, því jöklarar eru þó menn, sem eiga heimtingu á
að fá rjett sinn eins og aðrir. Jeg tel okkur sama sem læknislausa,
þó að læknir sje í Stykkishólmi, því hann verður varla sóttur á
skemmri tíma en 24 tímum á sumardag og hjer umbil 5 dögum
í ófærð á vetrardag, ef allt af yrði haldið áfram og allt gengi vel.
Af þessu má sjá, að optast er afskorið að sækja lækni til konu í
barnsnauð, því það halda fáar konur út, að þurfa læknishjálpar
við og vera án hennar í 2 til 5 daga.31
A fjárlögum ársins 1892 var veitt heimild til að bæta við sjöunda
aukalæknishéraði á íslandi. Læknirinn skyldi búsettur í Ólafsvík
og náði umdæmi hans yfir Miklaholtshrepp vestan Straumfjarðar-
ár, Staðarsveit, Breiðavíkurhrepp og Neshrepp innan og utan Enn-
is. Gísli Pétursson var settur í embættið árið 1892 og sat til ársins
1896.32 Skúli Ámason var einungis tvö ár, 1897-9933 og Halldór
30 Lbs. 3994—4000 4to. Dagbók Magnúsar Kristjánssonar 14. apríl 1916.
31 Þjóðólfur XXXIX, 22. ágúst 1890, bls. 154.
32 Læknar á íslandi I, bls. 430.
33 Læknar á íslandi III, bls. 1415.