Saga - 2002, Blaðsíða 112
110
KRISTRÚN HALLA HELGADÓTTIR
bergi að mati læknanna, sérstaklega fyrir ungbömin. Jón Thorsten-
sen, landlæknir, kemur inn á mikilvægi hreina loftsins í hugvekju
sinni:
Það er samkvæmt náttúrunnar eðli, að allar skepnur, sem anda
draga, þrífast ei nema í hreinu lofti, en mest ber þó á því á hin-
um nýfæddu, sem veikar eru fyrir, og óvanar loftinu. Þeir full-
orðnu eru þolnari og óviðkvæmnari í því sem öðru, enda eru
þeir ei svo fastir inni í húsunum, að þeir ei við og við komi út
undir beran himin, og þar geta þeir þá ætíð fengið hreint loft, en
börnin koma sjaldan undir beran himin fyrstu vikumar, og
mega alltaf lifa í því lofti, sem er í foreldra húsunum, hvort það
svo er heilnæmt eða óheilnæmt.56
Halldór gerði meira en að viðra skoðanir sínar á húsakynnum
sveitunga sinna og beitti hann sér sérstaklega fyrir endurnýjun
þeirra. Hann vildi losna við kofana og mæltist til þess að menn
byggðu hús sín úr timbri eða steinsteypu. Ekki er laust við að
ástand húsnæðismála horfði til betri vegar er Halldór ritaði land-
lækni árið 1907:
Húsakynnum alþýðu hefur stórlega farið fram á síðari ámm.
Fyrir 10 árum sáust varla timburhús í sjávarplássimum heldur
eintómir bæjarkofar, en nú, á síðustu árum, hafa húsin þotið
upp, ýmist úr timbri eða steinsteypu og er nú orðið mikið meira
um slík hús en bæina.57
Húsakynnin voru ekki einungis léleg framan af tímabilinu heldur
voru þau einnig illa þrifin að mati læknanna. Baðstofugólf voru
óvíða þvegin og var þó ekki vanþörf á þar sem úr þurrum göng-
unum barst oft óþrifnaður undan fótum manna.58 Óþrifnaðurinn
gat stafað af hirðingu dýra, slorhrúgu við bæjardyrnar en þar
slægðu margir sjómenn fisk sinn. Fráfærslur frá húsum við sjávar-
síðuna voru mjög ófullkomnar víðast hvar og óþrifnaður utan-
húss því til mikilla vandræða. Sérstaklega þótti Halldóri menn
tregir til að framfylgja þrifnaðarreglum í sjávarplássunum. Til
þess að vinna bug á þessu tók hann sig til og hélt fjölmennan fyr-
irlestur um lifnaðarhætti manna. Árangurinn lét ekki á sér standa
að mati Halldórs:
56 Jón Thorstensen, Hugvekia um medferd á ungbernum, bls. 13.
57 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis. Ársskýrslur lækna. 7. aukalæknishérað 1907.
58 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis. Ársskýrslur lækna. 4. læknishérað 1898.