Saga - 2002, Page 120
118
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
fyrir um orsakir þeirrar byltingar í húsnæðismálum launafólks,
sem þessir samningar höfðu í för með sér, rekja atburðarás henn-
ar og loks efndir yfirlýsinga og þeirra samninga, sem gerðir
voru. Gerð er grein fyrir ástandi húsnæðismála við upphaf sjö-
unda áratugarins, því næst kjarasamningum og kjarasátt árin
1963,1964 og 1965, samningum vinnuveitenda og verkalýðshreyf-
ingar og yfirlýsingum ríkisstjórnar árin 1964 og 1965 og að síðustu
efndum samninganna. Atburðir þessir gerðust á „viðreisnarár-
unum", í stjórnartíð Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, langlíf-
ustu (1959-71) og einhverri umdeildustu ríkisstjóm, sem setið
hefur frá því íslendingar fengu heimastjórn 1904.
Kjarasamningarnir og yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum
við þá eru ekki einungis merkilegar vegna stórfelldra framfara í
húsnæðismálum almennings sem í kjölfarið sigldu. Þeir ruddu
einnig brautina fyrir hina svokölluðu „félagsmálapakka", sem
fyrst komu til sögunnar í mynd atvinnuleysistrygginganna í
lok vinnudeilunnar og verkfallsins í desember árið 1955. Slíkir
„pakkar" áttu eftir að koma oftar við sögu sem leið til lausnar
í kjaradeilum, til dæmis árin 1974 og 1986, með tilheyrandi áhrif-
um á húsnæðislánakerfi landsmanna. Segja má að samráðskerfi
(corporatism) hafi haslað sér völl um nokkurra ára skeið í sam-
skiptum á vinnumarkaði á íslandi.
Ástandið í húsnæðismálum við upphaf
sjöunda áratugarins
í Þjóðhags- og framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 1963
og 1964, sem Ólafur Thors, forsætisráðherra, kynnti í ræðu í Al-
þingi 16. apríl 1963 er dregin upp mynd af ástandi húsnæðismála
og hvað þurfi að gera í þeim efnum í framtíðinni. Þar kemur fram
að fjárfesting í íbúðarhúsnæði hafi verið óvenjumikil hér á landi
eftir styrjöldina í samanburði við önnur lönd. Segir jafnframt í
áætluninni, að þar með hafi húsnæðisvandamálið verið leyst að
sinni. Ekki sé þörf á sérstöku átaki á því sviði, eins og hafi verið á
sjötta áratugnum. Hins vegar sé mikil byggingarþörf í framtíð-
inni, sem stafi af mikilli fólksfjölgun og síðan örri fjölskyldu-
myndun, og einnig sé nauðsynlegt, að ástand húsnæðismála haldi
áfram að batna. Ein af forsendum Þjóðhags- og framkvæmdaáætlun-