Saga - 2002, Side 121
UPPHAF „FÉLAGSMÁLAPAKKA'
119
ar er samt talin sú, að ekki verði veruleg aukning í fjárfestingum á
sviði íbúðarhúsabygginga 1963-66. Þannig virðist ekki allt ríma
hjá skýrsluhöfundum. Enn fremur segja þeir að „ítarlegar athug-
anir hafa verið gerðar á þörfinni fyrir íbúðarhúsnæði á næstu
árum",2 en ekki kemur fram hverjar þær eru eða hverjir hafa gert
þær. Ef til vill hafa þær ekki heldur verið á traustum grunni
byggðar. Niðurstöður þeirra, byggðar á spá um fjölda hjóna-
vígslna næstu árin á eftir, gefa til kynna, að nauðsynlegt hafi ver-
ið talið að byggja 1400-1500 íbúðir á hverju ári. Bygging íbúða
myndi þá svara til fjölgunar á hjónaböndum og væntanlega úreld-
ingu gamalla íbúða.
Vafalaust hefur hugmyndin um áætlunargerð af því tagi verið
að erlendri fyrirmynd. Sérstakar stofnanir mirnu um langt skeið
hafa séð um undirbúning og samningu langtímaáætlana í efna-
hagsmálum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, auk annarra Vestur-
Evrópuríkja, svo sem í Hollandi, Frakklandi, Bretlandi og Austur-
ríki.3 í Noregi laut slík stofnun ráði, sem fulltrúar verkalýðshreyf-
ingarinnar áttu meðal annars sæti í. Öllu þessu kynntust íslend-
ingar og áttu eftir að kynnast því enn betur.4 Þegar höfðu þrír
norskir embættismenn og hagfræðingar starfað hér að áætlunar-
gerð í sex mánuði á árinu 1961 á vegum íslensku ríkisstjórnarirm-
ar. í júlí árið 1964 flutti norskur bankastjóri, Sjur Lindebrække,
fyrirlestur við Háskóla íslands um það mál. En einna áhrifamest í
þessu efni hafa sennilega verið skrif og ræður Jónasar Haralz,
hagfræðings og ráðgjafa ríkisstjórnarinnar á þessum tíma. Hann
fór til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, svo sem áður er vitnað til,
gagngert til að kynna sér gerð þjóðhagsáætlana.5 Allt hefur þetta
skotið stoðum undir samningu þessarar grundvallaráætlimar rík-
isstjómarinnar og hugmyndir hennar um stefnumörkun til fram-
tíðar.
í grein frá 1964 gerði Jóhannes Nordal mannfjöldaþróun hér-
2 Þjóðhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 1963-1966. bls. 44.
3 Jónas Haralz, „Áætlanagerð í Svíþjóð, Noregi og Danmörku", bls. 25-31.
- Gunnar Myrdal, Challenge to Affluence, bls. 83-90.
4 Sjur Lindebrække, „Samráð ríkis og atvinnulífs", bls. 103.
5 Jónas Haralz, „Áætlanagerð í Svíþjóð, Noregi og Danmörku", bls. 25-31.
- Sjur Lindebrække, „Samráð ríkis og atvinnulífs".