Saga - 2002, Page 122
120
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
lendis að umtalsefni, en á þessum tíma var fólksfjölgun svo ör á
Vesturlöndum að talað hefur verið um „mannfjöldasprengingu" í
því sambandi. Jóhannes telur að vinnandi fólki muni fjölga um
56% árin 1964-70 miðað við tímabilið 1956-60. Fjölgun fólks á
aldrinum 20-69 ára verði samkvæmt mannfjöldaspám 80% meiri
á árunum 1966-70 en 1956-60. Þetta telur hann að muni boða
skörp skil - þáttaskil - í íslensku þjóðlífi.6 Samkvæmt áðumefndri
Þjóðhags- og jramkvæmdaáætlun ríkisstjómarinnar er árleg meðal-
fjárfesting áætluð nokkurn veginn hin sama 1963-66 eins og árin
1957-61, eða 770 milljónir króna samanborið við 758 milljónir
króna, á verðlagi í lok ársins 1962.
Almenna veðlánakerfið veitti um þessar mundir allt að 150 þús.
króna húsnæðislán til byggingar á hverri íbúð.7 Það þurfti því
100-120 milljónir króna á ári til að fullnægja lánsþörf til bygginga
á 700-800 íbúðum. Það fé sem Byggingarsjóður ríkisins hafði til
umráða, hefði vaxið verulega undanfarin ár. Almenna veðlána-
kerfið hefði einnig fengið verulegar fjárhæðir að láni til útlána,
meðal annars úr Atvinnuleysistryggingasjóði, en sú staðreynd var
einmitt ein af röksemdunum fyrir kröfum verkalýðshreyfingar-
innar í húsnæðismálum, eins og síðar kemur fram.
Samkvæmt Þjóðhags- og framkvæmdaáætlun skyldi stefnt að bygg-
ingu 1300 íbúða á árinu 1963, en 1500 íbúða að meðaltali árin
1964-66. Var þá miðað við að byggður yrði svipaður fjöldi íbúða
árlega og gert var árin 1957-61. Hann átti að uppfylla þær þarfir í
Reykjavík, sem væru fyrirsjáanlegar á næstu árum, jafnframt því
sem unnið yrði að frekari útrýmingu á lélegu húsnæði. Meðal
annars var tryggt miklu meira fé til íbúðalána en nokkru sinni
fyrr. Almenna veðlánakerfið skyldi hafa til ráðstöfunar 110 millj-
ónir króna á árinu 1963, auk stóraukirma útlána úr Byggingarsjóði
verkamanna.8
Tíminn gagnrýndi harðlega aðgerðaleysi stjórnarinnar í hús-
næðismálum í ágústlok árið 1964. Þar er húsnæðisskorturinn tal-
6 Jóhannes Nordal, „Ung þjóð", bls. 99-101.
7 Byggingarsjóður ríkisins, Húsnæðismálastofnun ríkisins og Veðdeild
Landsbanka ríkisins mynduðu sameiginlega það sem í lögum nefndist
„almenna veðlánakerfið".
8 Þjóðhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 1963-1966, bls. 7,9, 44, 52-53.