Saga - 2002, Blaðsíða 123
UPPHAF „FÉLAGSMÁLAPAKKA'
121
inn fara ört vaxandi. Leiga hækki daglega í Reykjavík og Kópa-
vogi og atgervisflótti sé af landsbyggðinni vegna húsnæðisskorts
þar. Þetta leiði Þjóðhags- og framkvæmdaáætlun greinilega í ljós.
Blaðið hamrar á þessu og telur að annars vegar hafi almennt dreg-
ið úr fjárfestingum í íbúðabyggingum og hins vegar hafi þeim
íbúðum fækkað, sem hafi verið í byggingu á tilteknum tíma.9
Johan Hoffmann, aðalbankastjóri den Norske Stats Husbank,
samdi skýrslu um húsnæðismál að beiðni íslenskra stjórnvalda.
Þar segir að byggingartími íbúða á íslandi sé langur, að meðaltali
tvö ár. Ibúðir séu stórar hér í samanburði við önnur lönd. Einnig
valdi mikill lánsfjárskortur því, að byggjendur verði að leggja
fram mikla eigin vinnu og mjög mikið eigið fé. Hann bendir á, að
frá 1940 til 1958 hafi íbúum í bæjum og kauptúnum með 300 íbúa
eða fleiri, fjölgað úr 62% í 79% af heildarmannfjöldanum. Árin
1920-40 hafi íbúum í Reykjavík fjölgað úr rúmlega 38.000 í 72.000
manns eða um næstum 90%. Á sama tíma hafi íbúum í landinu
fjölgað um tæplega 56.000 manns eða um 45%. Af heildaríbúa-
fjölguninni komi um 90% í hlut Reykjavíkur og Reykjaness. í land-
inu öllu sé þrisvar sinnum meiri fólksfjölgun en að meðaltali í öðr-
um Vestur-Evrópulöndum. Þetta valdi til dæmis því, að ófull-
nægjandi húsnæði sé í notkun. Séu 1500 slíkar íbúðir að finna í
Reykjavík. Síðan segir Johan Hoffmann:
Fjáröflun til íbúðabygginga á íslandi, eins og henni er háttað nú
í landinu, virðist að verulegu leyti tilviljanakennd. Hin ýmsu
lánsform hafa þróazt smám saman án þess að sagt verði að tek-
ið hafi verið tillit til hinnar sérstöku þarfar, sem gerir vart við
sig, þegar útvega á lán til langs tíma, til þess að byggja nýjar
íbúðir. Einnig þær framkvæmdir ríkisins, sem gerðar hafa verið
til að bæta úr þessu, hafa á sér nokkurt srdð neyðarráðstafana.
Erfiðleikarnir hafa magnazt vegna áframhaldandi rýmunar
gjaldmiðilsins og þetta hefur leitt til þess, að sú skipan lána til
langs tíma, sem til var fyrir stríð, hefur farið úr reipunum.10
Ekki hafi verið nægilegt framboð á lánsfé til íbúðabygginga eftir
styrjöldina, og er þessi fullyrðing undirstrikuð sérstaklega til
áhersluauka. Skortur á því geri það að verkum „að óeðlilega
9 Tíminn 24. ágúst 1963, bls. 7.
10 Bókasafn íbúðalánasjóðs Johan Hoffmann, Skýrsla Johans Hoffmanns, bls.
27.