Saga - 2002, Page 125
UPPHAF „FÉLAGSMÁLAPAKKA'
123
Tafla 1. Fjárfestingar í íbúöarhúsum og
fjöldi íbúða í byggingu 1959-62
Fjárfestingar, millj. kr.1 Tala íbúða á landinu, byrjað á á árinu Tala íbúða á landinu, fullgerðar á árinu Tala íbúða í Reykjavík, fullgerðar á árinu
1959 847 1597 1526 740
1960 737 1013 1484 642
1961 570 789 1209 541
1962 618 1180 1271 598
Heimildir: Þjóðhags- og framkvæmdaáætlun jyrir árin 1963-1966,
bls. 77 og 86. - Hagskintia, bls. 376.
1 Samkvæmt verðlagi í árslok 1962.
peningum við íbúðakaup, en í rauninni hafi þeir þurft að greiða
50-60% þess úr eigin vasa. Lítið var byggt og efnalítið fólk réð illa
við þessarar háu greiðslur.16
A þessum árum stóð yfir útrýming á óviðunandi húsnæði í
Reykjavík. Morgunblaðið vitnar til að mynda í Geir Hallgrímsson,
borgarstjóra, um það, að um skeið hafi verið búið í yfir 600
braggaíbúðum í Reykjavík. Á haustmánuðum árið 1963, þegar
hann upplýsti þetta mál, væru hins vegar í notkun 114 slíkar íbúð-
ir með 456 íbúum. Mætti gera ráð fyrir, að herskálaíbúðum, sem
Bretar og Bandaríkjamenn höfðu skilið eftir, yrði að fullu og öllu
leyti útrýmt á næstu tveimur árum.17
Á vormánuðum ársins 1964 birti dagblaðið Vísir ræðu sem Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
stjórnarmaður í Húsnæðismálastjóm, hafði flutt skömmu áður.
Þar sagði hann meðal annars:
Lánsfjárskortur veldur húsbyggjendum vandræðum. 2,500 um-
sóknir um lán bíða afgreiðslu Húsnæðismálastjórnar. Yfir 200
milljónir þarf til að fullnægja þeim.
16 Guðmundur J. Guðmundsson, „Ef baráttu verkalýðshreyfingarinnar hefði
ekki notið við". - Ómar Valdimarsson, Guðmundur J. Guðmundsson. -
Báráttusaga, bls. 55-56. - Viðtal við Sigurð E. Guðmundsson.
17 Morgunblaðið 6. október 1963, bls. 13.