Saga - 2002, Page 128
126
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
aðarfull stefna í húsnæðismálum varð til. Gera átti öllum kleift að
búa í góðu eða að minnsta kosti viðunandi húsnæði. Þetta var
nauðsynlegt meðal annars vegna fólksfjölgunar í þéttbýli. í kjölfar
stefnumótunar á flokksþingi sósíaldemókrata árið 1964 ákvað
þess vegna meirihluti ríkisþingsins að taka enn betur á þessum
málaflokki: á næstu tíu árum skyldu ein milljón íbúðir vera
byggðar.22 Samstarfi var komið á milli ríkis og sveitarfélaga, þar
sem ríkið sá um veitingu lána til langs tíma og sveitarfélögin um
skipulagninguna. Þetta tókst með samstarfi ríkis og sterkrar
verkalýðshreyfingar og nánu pólitísku samstarfi stjómmálaflokk-
anna, sem seinni heimsstyrjöldin hafði fætt af sér.23
Allt þetta varð Bjarna Benediktssyni efni til hugleiðinga. Á
sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum, og jafnvel lengur, var Sví-
þjóð fyrirmyndarríki um margt í húsnæðismálum. Forysta Svía
byggðist líklega fyrst fremst á nánum tengslum sósíaldemókrata,
sem voru í ríkisstjórn áratugum saman, og verkalýðshreyfingar-
innar; eða með öðrum orðum, vegna valda sósíaldemókrata í
launþegasamtökunum, á þingi og í ríkisstjórn. Bjami var í sam-
steypustjórn með Alþýðuflokknum og hvort sem það var vegna
þess eða ekki hikaði hann ekki við að nefna það samstarf sem fyr-
irmynd, er ríkisstjórn sænskra sósíaldemókrata gekkst fyrir.
Brátt kom í ljós að hverju Bjarni var að leggja grunninn með tali
sínu um sænska fyrirmynd. Um mánaðamótin október-nóvember
árið 1963 var lagt fram og tekið til umræðu á Alþingi stjómar-
frumvarp til laga um launamál og fleira.24 í athugasemdum með
því tók ríkisstjórnin fram, að beita bæri samræmdum ráðstöfun-
um í launa-, fjárhags- og peningamálum. Nauðsyn bæri á þessum
lögum vegna krafna verkalýðssamtaka um miklar kauphækkanir,
og skyldu lögin gilda til 31. desember 1963. í stuttu máli mælti
frumvarpið svo fyrir að óheimilt væri að „hækka laun, þóknun ...
eða nokkurt annað endurgjald fyrir unnin störf" í tilgreindan
tíma.25 Enn fremur, að vinnustöðvanir væru óheimilar í því skyni
að ná fram kjarabótum, það er launabreytingum af einu eða öðru
tagi.26
22 Hér er um að ræða það sem kallað var á sænsku „Milljonprogrammet".
23 Klaus Misgeld o.fl., Socialdemokmtins samhalle, bls. 167-69.
24 Alþingistíðindi 1963 A, bls. 57, bls. 302-306.
25 Skýrsla forseta um störfmiðstjórnar 1962-1964, bls. 68.
26 Sama heimild.