Saga - 2002, Blaðsíða 129
UPPHAF „FÉLAGSMÁLAPAKKA'
127
Forsætisráðherra, sem enn var Ólafur Thors, sagði tilganginn
með frumvarpinu að stöðva verðbólguna. Jafnframt sagði hann í
ræðu á Alþingi:
Heildarsamningar um laun, líkt og tíðkast í mörgum nágranna-
landanna, hafa aldrei verið gerðir hér á landi, og um samræmda
stefnu í launamálum hefur ekki heldur verið að ræða, hvorki af
hálfu samtaka launþega né vinnuveitenda. Sjálft skipulag sam-
takanna er með þeim hætti, að torvelt er að koma á heildar-
samningum eða samræmdri stefnu í launamálum.27
I áliti minnihluta fjárhagsnefndar efri deildar töldu framsóknar-
þingmennimir Karl Kristjánsson og Helgi Bergs frumvarpið vera
brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. Það myndi ekki leysa
nokkum vanda en skapa í sjálfu sér ófriðar- og ófremdarástand.
Hér væru grið rofin gagnvart fjölmennustu stéttum íslensku þjóð-
arinnar, verkalýð, verslunarfólki, bændum og sjómönnum. Um
málalyktir vissi enginn né það tjón sem lögin kynnu að valda.28
Eins og nærri má geta voru verkalýðssamtökin algerlega andvíg
„þvingunarlagafrumvarpinu", sem þau kölluðu svo.29
En hvaða sjónarmið hefur einn þátttakandi í allri atburða-
rásinni, er hann lítur yfir farinn veg og drjúgan hluta af lífsstarfi
sínu? I bókinni Viðreisnarárin fjallar Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi
prófessor og ráðherra í viðreisnarstjórninni, um óróann á virtnu-
markaði á umræddu tímabili. Verkalýðshreyfingin hafi knúið
fram meiri kauphækkun en svaraði til aukningar á þjóðarfram-
leiðslu. Ringulreið var um tíma á vinnumarkaðinum og í launa-
málum yfirleitt.30 Gengið var lækkað til að spoma við óraunhæf-
um kauphækkunum. Miklar kaupkröfur komu fram á árinu 1963.
Kaupmáttarrýmun var líklega staðreynd, en kaupgjalds- og verð-
lagsmál voru líka komin „úr böndunum". Frestinn sem frumvarp-
ið um launamál gæfi í tvo mánuði átti að nota „til þess að undir-
búa nauðsynlegar ráðstafanir til frambúðarlausnar á vandamál-
um efnahagslífsins."31 Frumvarpið fól í sér, að kauphækkanir og
vinnustöðvanir, sem og verðhækkanir, skyldu bannaðar. Mat
27 Alþingistíðindi 1963 C, bls. 41.
28 Alþingistíðindi 1963 A, bls. 308
29 Sbr. Skýrsla forseta um störf miðstjórnar A.S.Í. 1962-1964, bls. 68-70.
30 Gylfi Þ. Gíslason, Viðreisnarárin, bls. 23.
31 Sama heimild, bls. 124-25.