Saga - 2002, Page 130
128
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
Gylfa Þ. Gíslaonar á aðstæðum er einkar athyglisvert þar sem
hann var í miðju atburðarásarinnar, sem hér verður rakin nánar.
Um þessi málefni og almennt um efnahagshorfur, segir hann með-
al annars að á árinu 1963 og í ársbyrjun 1964 „höfðu hinar miklu
kaupkröfur iðulega verið ræddar í ríkisstjóminni, sem og óróinn
á vinnumarkaðnum og verðbólgan, sem fór ört vaxandi. Höfðu
menn miklar áhyggjur af þróun mála."32
„Þvingunarlagafrumvarpinu" var mótmælt af launþegasamtök-
unum. Landsnefnd verkalýðshreyfingarinnar og miðstjóm A.S.Í.
bmgðust hart við. Hinn 4. nóvember árið 1963 var kallaður sam-
an útifimdur á Lækjartorgi og mótmælaverkfall boðað samdæg-
urs. Allsherjarverkfall var boðað af landsnefndinni frá og með 11.
nóvember. Mótmælaverkfallið var sagt algjört og útifundirnir í
Reykjavík og á Akureyri geysifjölmennir.33 Eftir mikið þóf náðist
samkomulag um að leggja frumvarpið til hliðar. Ríkisstjórnin
notaði mánaðarfrestinn, sem fékkst í kjölfar þess, til að leggja til
kauphækkanir til hinna lægst launuðu, sem ekki fengust sam-
þykktar af verkalýðssamtökunum.
En hvað sem leið lagasetningu og kjarasamningum á árinu 1963,
þá varð verkalýðshreyfingin við óskum ríkisstjómarinnar um að
samræma og skipuleggja sig sem samstæða heild við samninga-
borðið, eins og kemur fram í þingræðu forseta Alþýðusambands-
ins, Hannibals Valdimarssonar alþingismanns, í desember árið
1963. Það gerði verkalýðshreyfingin, að sögn Hannibals, fáeinum
dögum eftir að frumvarpið var lagt fram þann 9. nóvember.34
Undir miðnætti að kvöldi hins 1. nóvember munu verkalýðsfor-
ystunni hafa borist boð frá ríkisstjórninni „þar sem hún óskaði eft-
ir viðræðum við þá um að lögfestingu frumvarpsins yrði frestað
til 10. desember, enda yrði verkföllum frestað til sama tíma."35
„Lögþvingunarleiðin" var því gefin upp á bátinn af ríkisstjórninni
og vinnustöðvunum var frestað til 10. desember árið 1963.
Ólafur Thors lét það verða sitt lokaverkefni sem forsætisráð-
herra að tikynna Alþingi um þessa niðurstöðu beggja aðila, ríkis-
32 Gylfi Þ. Gíslason, Viöreisnarárin, bls. 125-26.
33 Skýrsla forseta um störf miðstjórnar A.S.Í. 1962-1964, bls. 72. - Viðtal við
Sigurð E. Guðmundsson.
34 Alþingistíðindi 1963 B, bls. 2097.
35 Viðtal við Sigurð E. Guðmundsson.