Saga - 2002, Page 132
130
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
sællega stjómað í andstöðu við „framleiðslustéttir þjóðarinnar og
samtök þeirra - Verkalýðs, samvinnuhreyfinguna og bændasam-
tökin."42 Þetta staðfestist að nokkru af því, að samstaðan á Alþingi
frá 9. nóvember árið 1963, tryggði að einhverju leyti áframhald-
andi friðsamlega sambúð aðila vinnumarkaðarins og ríkisvalds.
Telur Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins,
að sú samstaða hafi verið irmsigluð ári síðar í júnísamkomulaginu
árið 1964.43
Niðurstaða kjaradeilna í lok ársins 1963 varð sú, að flest verka-
lýðsfélög sömdu um kauphækkanir. En jafnframt gengu verka-
lýðssamtökin í að samhæfa stefnu sína í kjaramálum; bæði stjóm-
málamenn og verkalýðsleiðtogar virtust sammála um nauðsyn
breiðrar samstöðu í kjaramálum. Kjarabætur til handa hinum
lægst launuðu voru taldar algjört höfuðatriði.
Aðdragandi júnísamkomulagsins árið 1964
og samningarnir sjálfir
Dagana 14., 16., og 17. apríl 1964 sat miðstjóm A.S.Í. á fundi og
ályktaði um kjaramál og sendi forsætisráðherra. Alyktunin hefur
meðal annars þetta að geyma:
Verkalýðssamtökin hafa alltaf, þegar þau hafa barizt fyrir bætt-
um kjörum meðlimum sínum til handa, lagt á það áherzlu, að
þau vildu meta sem kauphækkun hverja þá ráðstöfun, sem mið-
aði að lækkun verðlags, [eða að öðm leyti því], sem raunveru-
lega færði vinnandi fólki kjarabætur.
Verkalýðshreyfingin hefur því alltaf verið og er enn á móti verð-
bólguþróun í efnahagskerfinu og varar sterklega við afleiðing-
um hennar bæði fyrir launþega og þjóðfélagið í heild.44
í skýrslu Hannibals Valdimarssonar, forseta A.S.Í., er greint frá
ástandi efnahagsmála frá sjónarhóli verkalýðshreyfingarinnar. Frá
janúar 1959 til júní 1961 hafi kaupmáttur larma lækkað. Afkoma
þjóðarbúsins hafi verið mjög hagstæð árið 1961 og enn frekar árið
1962. Viðskiptakjör hefðu batnað og framleiðsla vaxið. Samt sem
áður hefðu kauphækkanir til verkafólks ekki skilað sér sem kjara-
42 Hannibal Valdimarsson, „Litið yfir liðið ár", bls. 11-18.
43 Matthías Johannessen, Ólafur Thors. Ævi og stöi/U, bls. 339.
44 Skýrsla forseta um störf miðstjórnar A.S.Í. 1962-1964, bls. 106.