Saga - 2002, Síða 133
UPPHAF „FÉLAGSMÁLAPAKKA'
131
bót í vasa þess. Reynslan sýni, „að vandamál efnahagsmálanna
verði ekki leyst í stríði við verkafólk í landinu og með sífelldum
kauplækkunum."45 „Sú leið hafi verið reynd til þrautar. Hún sé
ófær."46 Til lausnar á þessum vanda eru settar fram fjórar kröfur,
þar á meðal, að nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar í húsnæðis-
málum.47
Skömmu eftir að ályktunin var send forsætisráðherra, Bjama
Benediktssyni, ekki síðar en í lok apríl, hófust viðræður við ríkis-
stjórnina um efni hennar í því skyni að mæta fram settum kröfum
ef hægt væri. Voru þær að frumkvæði forsætisráðherra, að sögn
þáverandi viðskiptamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar.48 Ef til vill
hefur áherslan á húsnæðismálin verið meiri en oft áður, þar sem
einn af þremur málefnahópum, sem settir voru á laggimar í við-
ræðum málsaðila á vinnumarkaðinum, fjallaði um húsnæðismál.
Tillögur A.S.Í. voru á þá lirnd, „að lagt yrði á gjald, er næmi 1% af
öllum greiddum vinnulaunum í landinu, en ríkisstjómarnefndin
lagði til, að launagreiðendur skyldu sjálfir bera helminginn af
þessum nýja 1% launaskatti og launþegar hinn helminginn."49
Hinn 5. júní 1964 gerðu vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin
með sér samninga, sem miðstjóm A.S.I. féllst á fyrir sitt leyti. í
tengslum við þá og til að greiða fyrir þeim gaf ríkisstjómin út yfir-
lýsingu, sem nefnd hefur verið júnísamkomulagið (eða júní-
yfirlýsingin) og hafði grundvallarþýðingu fyrir samningana.
Með nokkrum rétti má því fullyrða, að þar með hafi samkomu-
lagið miklu frekar verið milli A.S.I. og ríkisstjómarinnar en
Vinnuveitendasambandsins (V.S.I.), sem þó var hinn formlegi við-
semjandi Alþýðusambandsins. „Svo er að sjá", segir Sigurður E.
Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnun-
ar ríkisins, „sem V.S.Í. hafi nánast látið sér nægja að fylgjast með
og fallast, fyrir sitt leyti, á það, sem ríkisstjórnin og A.S.Í. sömdu
um."50 Sama máli gegndi um það sem gerðist ári síðar.
45 Skýrsla forseta um störf miðstjórnar A.S.Í. 1962-1964, bls. 110.
46 Sama heimild. bls. 110.
47 Sama heimild. bls. 106-110.
48 Gylfi Þ. Gíslason, Viðreisnarárin, bls. 125-26.
49 Viðtal við Sigurð E. Guðmundsson. Sjá einnig, Alþingistíðindi 1964 B,
d. 710. Nefndina skipuðu þeir Eggert G. Þorsteinsson, Jóhannes Nordal
og Þorvaldur G. Kristjánsson.
50 Viðtal við Sigurð E. Guðmundsson.