Saga - 2002, Page 134
132
KJARTAN EMIL SIGURÐSSON
Júnísamningamir fólu meðal annars í sér, að kaupgjald skyldi
verðtryggt og að drög skyldu lögð að styttingu vinnutíma, en fyr-
irferðamest var loforðið um húsnæðismál. í upphafi þess kafla í
yfirlýsingunni segir að ríkisstjómin muni „beita sér fyrir ráðstöf-
unum til úrlausnar í húsnæðismálum, er hafi þann tilgang annars
vegar að létta efnalitlum fjölskyldum að eignast íbúðir, en hins
vegar að tryggja nægar og stöðugar íbúðabyggingar í landinu."51
Ríkisstjórnin lofaði að útvega 250 milljónir króna í Byggingar-
sjóð ríkisins til að mæta þeirri ófullnægðu eftirspum eftir lánsfé til
íbúðabygginga, sem fyrir hendi var. „Frá og með árinu 1965 verði
komið á kerfisbreytingu íbúðalána þannig að tryggt verði fjár-
magn til þess að veita lán til ákveðinna tölu íbúða á ári, og verði
loforð fyrir lánum veitt fyrirfram."52 Skyldi þá veita byggingarlán
út á hverja íbúð úr Byggingarsjóði ríkisins, sem næmi 2/3 hlutum
byggingarkostnaður eða 280 þúsimd krónum; og skyldu íbúða-
lánin ekki vera færri en 750 talsins fyrstu árin. Eins og fram kem-
ur í áðumefndri Þjóðhags- og framkvæmdaáætlun var gert ráð fyrir
byggingu 1500 íbúða á ári. Sérstakar lánveitingar til efnalítilla
félagsmanna í verkalýðshreyfingunni kæmu til viðbótar áður-
nefndum 280 þúsund króna lánum og skyldu þær nema 75 þús-
und krónum á íbúð. Til þessa skyldi sérstaklega varið 15-20 milljón-
um króna. Lánsfjár yrði aflað til lánveitinga úr Byggingarsjóði
verkamanna vegna byggingar á íbúðum í verkamannabústöðum.
Tvö af þeim fjórum skilyrðum, sem ríkisstjórnin setti fyrir því
að takast á herðar ofangreindar skuldbindingar, voru að 1%
launaskatt skyldi leggja á launagreiðendur og hvers konar at-
vinnutekjur, aðrar en í landbúnaði, og að árlegar greiðslur af hús-
næðislánum yrðu verðtryggðar. Hinar tvær skuldbindingarnar
fjölluðu um hvemig útlánum og fjáröflun til þeirra yrði hagað.
Fyrirheit ríkisstjórnarinnar í yfirlýsingunni voru einnig bundin
því skilyrði, að samningar tækjust við vinnuveitendur til ekki
skemmri tíma en eins árs og að þeir fælu ekki í sér neina hækkun
grunnlauna á því tímabili. Var á það fallist af hálfu verkalýðs-
hreyfingarinnar. Verður það að teljast athyglisverð ráðabreytni,
bæði vegna þess, að miðstjórn A.S.Í. og einstök verkalýðsfélög
töldu félagsmenn sína grátt leikna í kaupgjaldsmálum, og eins
51 Skýrsla forseta um störf miðstjórnar A.S.Í. 1962-1964, bls. 123.
52 Sama heimild, bls. 123.