Saga - 2002, Blaðsíða 135
UPPHAF „FÉLAGSMÁLAPAKKA'
133
vegna þess, að verkalýðssamtökin höfðu lagt á það þunga á-
herslu, að batnandi árferði ætti að skila sér í vasa launþega. En
fallið var frá öllum kröfum þar að lútandi. Verður sennilega að
leita til áranna fyrir stríð til að finna annað eins. Og hefur reynd-
ar tæpast gerst síðan.
Einn heildarsamningur milli verkalýðshreyfingarinnar og
vinnuveitenda, um kaup og kjör, var gerður í stað 22 samninga
áður. Samkomulagið og samningamir vom imdanfari og nokkurs
konar prófraun á það, sem gerðist ári síðar. í aðalatriðum gekk
samkomulagið við ríkisstjómina út á að fullnægja þeirri eftirspum
eftir húsnæðislánum, sem þegar var fyrir hendi, eins og boðað
hafði verið í ræðu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar í dagblaðinu
Vísi, einum og hálfum mánuði áður, og vitnað var til hér að fram-
an.
Samningamir og samkomulagið gerðu ráð fyrir, að stéttarfélög-
in gerðu hvert um sig samninga um einstök atriði, önnur en
launahækkanir, við viðsemjendur sína, á grunni þess. Samkomu-
lagið fól í sér miklar skuldbindingar fyrir viðreisnarstjórnina. En
það fól ef til vill líka í sér óformleg fyrirheit verkalýðshreyfingar-
innar um að gera sambærilegt samkomulag og kjarasamninga síð-
ar, ef þessir reyndust haldbærir. Það sést til dæmis á fyrrgreindu
loforði ríkisstjómarinnar um kerfisbreytingu í húsnæðismálum á
árinu 1965. Sú varð líka raunin, en þá voru einmitt heildarsamn-
ingar gerðir á ný. Höfðu þeir í för með sér afgerandi kjarabætur af
hálfu ríkisvaldsins í formi uppbyggingar í húsnæðismálum, sem
komu til framkvæmda þá þegar og á næstu tíu til fimmtán árum.
Ríkisstjóm Bjarna Benediktssonar og forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar tóku höndum saman og gerðu með sér tímamóta-
samning í júní 1964, þar sem snúið var baki við gömlu kauphækk-
unarstefnunni. Hún hafði ekki reynst nógu vel og menn voru
sumpart orðnir uppgefnir á henni. Það stafaði af því, að hún var
með réttu og röngu sökuð um að vera ein helsta orsök sífelldrar
verðbólgu. Því var tekin upp ný kjarastefna sem fól meðal annars
í sér félagslegar umbætur í stórum stíl. Þetta var gmndvallar-
breyting og því var hér um tímamót að ræða. Segja má, að þessi
stefna hafi síðan verið við lýði, í einu eða öðm formi. Frá og með
þeim tíma hafa „félagsmálapakkamir" og samráðskerfið yfirleitt
haft nokkra þýðingu við heildarlausnir í kjaramálum. Þannig var
svið kjaramála stórlega víkkað með júnísamkómulaginu 1964.