Saga - 2002, Síða 137
UPPHAF „FÉLAGSMÁLAPAKKA'
135
Verkefni nefndarinnar sem að þessum málum [húsnæðismálun-
um] vann fyrir Alþýðusambandið beindist að því fyrst og
fremst, að finna félagslega lausnir á þessu mikla vandamáli,
lausn, sem hentaði okkar tíma álíka og gömlu verkamannabú-
staðalögin sínum tíma.54
Tryggja skyldi húsnæði fyrir láglaunafólk í verkalýðsfélögunum,
sem ekki kostaði meira en hóflegan hluta af árstekjum þess, til
dæmis um eirrn sjötta hluta teknanna, miðað við dagvinnukaup,
eins og talið var tíðkast sums staðar erlendis. Þess skyldi minnst,
að afborganir og vextir af lánum á gömlu verkamannabústöðun-
um námu almennt ekki nema 15% af tekjum verkamanna fyrir
stríð, að sögn blaðsins.55
Guðmundi J. Guðmundssyni segist svo frá í blaðaviðtali árið
1983 um gang kjarasamninganna árið 1965, að á fyrri hluta þess
árs hafi verkalýðsfélögin á Norður- og Austurlandi undirritað
nýja kjarasamninga. Verkamannafélagið Dagsbrún og Verka-
kvennafélagið Framsókn í Reykjavík, Verkamannafélagið Hlíf og
Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði gerðu það ekki þá og
hafi þar með staðið ein eftir í kjarabaráttunni. Umbætur í húsnæð-
ismálum hafi verið meðal krafna þeirra. Hafi forystumenn þeirra
verið minnugir þess, að í „stóra verkfallinu" árið 1955 hafi verið
samið um stofnun Atvinnuleysistryggingasjóðs. Félagsmenn Iðju,
Dagsbrúnar og Framsóknar hafi ásamt öðrum látið hluta af laim-
um sínum mynda hann. Hann hafi svo fjármagnað að miklum
hluta húsbyggingakerfi landsmanna. Reynslan þá hafði kennt for-
ystu Dagsbrúnar, að harla mikill ósveigjanleiki í kröfugerð skilaði
litlu í aðra hönd.56 Árið áður, 1964, hafi líka 1% launaskatturinn,
verið lagður á launagreiðendur. Félagar í verkalýðshreyfingunni
hafi því fjármagnað húsbyggingar, sem þeir sjálfir hafi ekki haft
efni á að byggja eða kaupa. Guðmundur J. Guðmundsson, vara-
formaður Dagsbrúnar, segist hafa gert kröfu um að vandi félags-
manna í Iðju, Dagsbrún og Verkakvennafélaginu yrði leystur ein-
mitt í ljósi þessa.57 Samningarnir hafi gengið illa. Deilt hafi verið
54 Þjóðviljinn 21. júlí 1965, bls. 2, 9.
55 Sama heimild.
56 Ómar Valdimarsson, Jakinn. í blíðu og stríðu, bls. 188. - Sjá einnig Skýrsla
forseta um störf miðstjórnar A.S.Í. 1962-1964, bls. 29.
57 Guðmundur J. Guðmundsson, „Ef baráttu verkalýðshreyfingarinnar hefði
ekki notið við", bls. 6.